Píkuöfund

Ég veit ekki frá hvaða atburði þessi mynd er eða hver tók hana. Fannst hún bara viðeigandi því hún er áreiðanlega móðgandi fyrir þær konur sem eru ekki með píku

 

Háskóli í Michigan hefur ákveðið að uppfærsla á „Píkusögum“ (The Vagina Monologues) verði ekki sviðsett. Verkið fer eitthvað öfugt ofan í pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna. Það yrði víst mismunun gagnvart ákveðnum hópi kvenna ef það færi á fjalirnar. Nefnilega þeim konum sem eru ekki með píku. Ég hélt fyrst að þetta væri grín en það eru víst fleiri skólar sama sinnis. Halda áfram að lesa

Tilraun til þöggunar

Andartak hélt ég að ég hefði rekist á viðræðuhæfan femínista. Kvenréttindakonu sem í stað þess að ausa skít yfir Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi fara þá leið að skoða rök hans og dæma hann út frá þeim. En mér skjátlaðist. Enda þótt viðkomandi femínisti stillti sig um að nota ónefni og óska honum dauða, reyndist markmið hennar eitthvert allt annað en að skoða gögnin. Halda áfram að lesa

Þörf fyrir andfemínisma

Það er alveg sama hvaða hugmyndakerfi við skoðum, það er alltaf einhver sannleikskjarni í hugmyndafræði sem á annað borð nær útbreiðslu. Kalvínismi, Islam, Stalínismi, Fasismi … það er alltaf eitthvert óréttlæti sem veldur því að kúgandi kerfi öðlast virðingu og talsmenn þess komast til valda og taka að kúga aðra. Það á einnig við um femínismann. Halda áfram að lesa

Hugleiðingar um kynferðislega áreitni – Gestapistill eftir Þorkel Ágúst Óttarsson

Baráttan fyrir mannréttindum og réttlæti er eins og pendúll. Krafturinn sem þurfti til að sveifla pendúlnum í rétta átt sendir hann lengra en þörf var á. Óréttlæti er upprætt, en hættan er sú að við förum fram úr okkur. Halda áfram að lesa

Thoughts on sexual harassment – A Guest Post by Þorkell Ágúst Óttarsson

A Guest Post by Thorkell Ágúst Óttarsson

A fight for justice and human rights is like a pendulum. The force that was needed to move the pendulum will take it further than was needed. An injustice is being corrected but there is a danger that we will lose our way and the pendulum will swing too far.

I have a daughter who has experienced incredible behavior from men she did not know and who were old enough to be her father. Everything from a boss at her work driving her to a hotel in another town (I got her away from there in time) to strangers who rubbed his genitals up to her while on a buss. So I know as a father, a brother, a son, a friend, and as a human being how terrible sexual harassment can be and how hard it can be for some to deal with it. It was about time we did something about this. But there is a danger that we will throw out the baby with the bathwater. Here are the warning signs I see:

Halda áfram að lesa

Stjórnmálakonur stíga fram

Stjórnmálakonur krefjast þess að allir karlar taki ábyrgð á kynferðisofbeldi og áreitni. Mannkynið skiptist semsagt í tvo hópa; konur, sem eiga undir öllum kringumstæðum ægilega bágt, og karla, sem bera ábyrgð á öllum þessum bágindum kvenna. Ætli það þætti viðeigandi að karlar krefðust þess að allar konur tækju ábyrgð á umgengnistálmunum? Ekki fylgir kröfunni nein lýsing á því hvernig þeir eigi að taka ábyrgð en hinsvegar fylgja nokkrar reynslusögur af slíku „ofbeldi“. Halda áfram að lesa

#Konur Þurfa Bara Að Væla Daglega

Ég var þriggja ára, datt og meiddi mig smávegis og fékk samúð út á það. Fimm mínútum síðar var ég enn hljóðandi, ekki af því að neitt væri að, heldur af því að ég vildi meiri athygli og stærri plástur. Á endanum sagði móðir mín „hættu nú þessu væli stelpa og farðu að leika þér.“

#Konur Þurfa Bara Að Væla Daglega – til þess að komast upp með að gangast uppi í hlutverki hins eilífa fórnarlambs. Halda áfram að lesa

Konan sem gerði eitthvað í því

Þann 7. nóvember 2013, fyrir réttum fjórum árum, birti ég þennan pistil.  Sama dag var Kvennablaðið gert almenningi aðgengilegt.

Kvennablaðið er auðvitað ekki ljósvakamiðill en ég held nú samt að sé óhætt að fullyrða að enginn Íslendingur hafi lagt jafn mikið af mörkum til þess að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og Steinunn Ólína gerði með endurreisn Kvennablaðsins. Ja nema ef skyldi vera hún Bríet, langamma hennar sem gaf út fyrsta fjölmiðilinn sem tileinkaður var íslenskum konum; Kvennablaðið.  Halda áfram að lesa