Tilraun til þöggunar

Andartak hélt ég að ég hefði rekist á viðræðuhæfan femínista. Kvenréttindakonu sem í stað þess að ausa skít yfir Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi fara þá leið að skoða rök hans og dæma hann út frá þeim. En mér skjátlaðist. Enda þótt viðkomandi femínisti stillti sig um að nota ónefni og óska honum dauða, reyndist markmið hennar eitthvert allt annað en að skoða gögnin. Halda áfram að lesa

Ófrægingartips


line-up-688x451
Annað veifið hugsa ég sem svo að nú sé ég búin að segja allt sem segja þurfi um kvenhyggjusinna og þeirra kjánagang. Brjósthnappabyltingin og #túrvæðingin eru ekki svo merkileg uppátæki að ég hafi fundið hjá mér neina hvöt til að ræða þau. Ekki fyrr en byltingafárið fór út í hegðun sem er beinlínis skaðleg og enn á ég eitthvað ósagt. Halda áfram að lesa

Undarlegur dómur

Smugan greinir frá því að í Oslo hafi nauðgunardómur verið mildaður vegna heyrnarleysis nauðgarans.

Það er bara ein lausn á þessu vandamáli, að taka upp alþjóðlegt tákn um að nauðgun sé afþökkuð og tattóvera það á ennið á öllum konum. Auðvitað kæmi til greina að kenna öllum konum að segja nei á táknmáli en þar sem getur verið erfitt um vik að nota táknmál rétt á meðan einhver er að draga mann inn í húsasund, dugar sú aðferð ekki.

Annars vekur þetta líka spurningar um það hvort útlendingar eigi ekki að fá refsiafslátt. Hvað ef nauðgarinn kann ekki orð í Norðurlandamálum eða ensku, er þá nokkuð hægt að ætlast til þess að hann átti sig á því hvað konan á við þegar hún gargar, lemur frá sér, berst um, grætur, biður, lippast niður eða frýs af skelfingu?