Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.

pye-jakobsson-2014-688x451

Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið

Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa

Umfjöllun um staðgöngumæðrun afvegaleidd

screen-shot-2015-09-25-at-08-38-25-688x451

Síðasta fimmtudagskvöld fjallaði Kastljósið um staðgöngumæðrun. Í tengslum við þá umfjöllun var birt viðtal við konu sem gaf barn til ættleiðingar. Saga Guðlaugar Elísabetar Ólafsdótur er átakanleg og allir hljóta að finna til samúðar með konu sem gefur frá sér barn og sér eftir því. Halda áfram að lesa

Ófrægingartips


line-up-688x451
Annað veifið hugsa ég sem svo að nú sé ég búin að segja allt sem segja þurfi um kvenhyggjusinna og þeirra kjánagang. Brjósthnappabyltingin og #túrvæðingin eru ekki svo merkileg uppátæki að ég hafi fundið hjá mér neina hvöt til að ræða þau. Ekki fyrr en byltingafárið fór út í hegðun sem er beinlínis skaðleg og enn á ég eitthvað ósagt. Halda áfram að lesa

Ekki bara forréttindamellur sem vilja lögleiða vændi

sexwork8
Femínistum er tamt að afgreiða afhjúpun á rökleysum og rangfærslum femínista með því að ekki sé hægt að setja allan femínisma undir einn hatt því innan hans þrífist margar ólíkar stefnur. Staðreyndin er nú samt sú að þegar þeir sem skilgreina sig sem femínsta, án þess að vera sammála þeirri klámfóbíu og forræðishyggju sem einkennir meinstrímfemínisma á Vesturlöndum, taka til máls, beita handhafar sannleikans nákvæmlega sömu aðferðum og þeir segjast sjálfir sæta af hálfu feðraveldins; þar vega þyngst ýmisskonar þöggunaraðferðir.

Halda áfram að lesa

Fjórtán einkenni femínisma

fornarlambaskolinnÞað hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það skiptir í sjálfu sér litlu hversu margir og misjafnir þeir eru. Það sem skiptir máli er það hvaða viðhorf heyrast og hafa áhrif. Halda áfram að lesa