Ætli við höfum ekki flest orðið vitni að því að fólk sem allajafna er friðsamt og hegðar sér nokkuð prúðmannlega verður það sem kallað er „vitlaust með víni“? Flest okkar jú, en ekki samt Sóley Tómasdóttir.
Greinasafn fyrir merki: Dólgafemínismi
Fjórtán einkenni femínisma
Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það skiptir í sjálfu sér litlu hversu margir og misjafnir þeir eru. Það sem skiptir máli er það hvaða viðhorf heyrast og hafa áhrif. Halda áfram að lesa
Nokkur dæmi um ofstæki femínista
Hatrið í garð feminista hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með umræðunni. Fúkyrðaflaumur og ofbeldisórar virka að vísu ekki vel til þess að breyta skoðunum neins en þetta virkar hinsvegar prýðisvel til þess að draga athyglina frá því sem þessar konur segja og að því hatursfulla skítkasti sem þær sitja undir. Sem er nú varla markmið þeirra viskubrunna sem beita fyrst og fremst persónuníði í málflutningi sínum. Halda áfram að lesa
Að verja viðbjóðinn
Kona að nafni Þórlaug Ágústdóttir sakar mig um að vinna gegn baráttunni gegn þrælahaldi. Það var svosem auðvitað. Halda áfram að lesa