Triggeraðar dólgafemmur á Facebook

Síðasta þriðjudagskvöld fékk ég ábendingu um að í lokuðum fb hóp væri gagnrýni mín á feminiskar rannsóknir til umræðu. Ég hafði verið skráð í þennan hóp (ekki að eigin frumkvæði) svo ég fór inn á þennan þráð og auglýsti eftir íslenskri, feminiskri rannsókn, sem sniðgengi ekki vísindalegar aðferðir. Ekki gat neinn bent á slíka rannsókn en mér var hinsvegar sagt að þar sem ég hefði ekki prófgráðu í vísindalegri aðferðafræði, væri ég vanhæf til að meta kynjafræðrannsóknir. Halda áfram að lesa

Væri rétt að kenna kynjafræði í grunnskólum?

fornarlambaskolinn-688x451

Þessi grein birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem kom út núna í júní.

Sú skoðun virðist útbreidd að grunnskólinn eigi að innræta börnum tiltekin viðhorf. Þessa sér stað í aðalnámskrá grunnskólanna en samkvæmt henni eru grunnþættir menntunar lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni, heilbrigði, sköpun og læsi. Þótt merking þessara hugtaka sé hvorki einföld né óumdeild hefur þessi áhersla aðalnámskrár nánast engri gangnrýni sætt. Halda áfram að lesa

Árangurinn af kynjafræðikennslu

hjordFeministar hafa sent frá sér áskorun um að kynjafræðikennsla verði tekin upp sem skylduáfangi í grunnskólum. Það hlaut að koma að því. Rökin fyrir því að kenna þurfi kynjafræði í skólum eru annarsvegar þau að jafnréttisfræðsla sé lögboðin og hinsvegar þau að valkvæð kynjafræðikennsla í framhaldsskólum hafi skilað svo góðum árangri. Halda áfram að lesa

Fiðrildapíkan

fiðrildi

Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers konar skordýrs.

Halda áfram að lesa

Karlmennskan í HÍ

jb

Jón Baldvin Hannibalsson segist hafa fengið þá skýringu á afturköllun boðs um að halda gestafyrirlestra við HÍ að svokallaðir „kynjafræðingar“ hafi mótmælt ráðningu hans skriflega. Ég bað forseta félagsvísindasviðs um afrit af þessu mótmælabréfi en fékk það svar að hann vissi ekki til þess að slíkt plagg væri til. Halda áfram að lesa

Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir

staðganga
Enda þótt konur lifi að jafnaði lengur en karlar, lendi síður í slysum og séu líklegri til að leita aðstoðar ef þær lenda í aðstæðum sem þær ráða ekki við, álíta margir, bæði karlar og konur, að okkur konum sé alls ekki treystandi til að taka ákvarðanir sem varða líf okkar og líkama. Halda áfram að lesa