Þegar Stella sleit samvistum við eiginmann sinn 2014, taldi hún að skilnaður myndi þýða að bjartari tímar væru framundan. Það hvarflaði ekki að henni að hún ætti fyrir höndum margra ára baráttu við kerfið og því síður að dóttir hennar hyrfi algerlega úr lífi hennar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Kyndillinn
Foreldri hefur ekki leyfi til að gefa upp vonina
Síðustu árin hefur foreldraútilokun eða foreldraútskúfun fengið æ meira vægi í umræðum um erfiðar umgengnis- og forsjárdeilur. Skiptar skoðanir eru um það meðal sálfræðinga hvort það að alast upp við fjandsamleg viðhorf í garð foreldris geti eitt út af fyrir sig haft þau áhrif að barn hafni foreldrinu algerlega. Halda áfram að lesa
Áhrif kynfæra á útbreiðslu kórónuveirunnar
Í vikunni gerði blaðamaður Forbes þá merkilegu uppgötvun að kynferði leiðtoga réði úrslitum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Sjö ríki, sem brugðust fljótt við, koma vel út í samanburði við mörg önnur ríki. Þau eiga það sameiginlegt að konur leiða ríkisstjórn – þar með hlýtur skýringin að vera sú að konur séu sterkir leiðtogar. Þessi sjö ríki eru Þýskaland, Danmörk, Noregur, Ísland, Finnland, Nýja Sjáland og Taiwan. Íslenskir miðlar átu þessa þvælu auðvitað upp. Halda áfram að lesa
Hvernig draga má úr klósettkvíða allskonar fólks
Við búum í vestrænu lýðræðisríki þar sem jafnréttissjónarmið eru í hávegum höfð. Karlar og konur sækja sömu viðburði og sitja hlið við hlið í strætisvögnum, kvikmyndahúsum og á veitingastöðum. Almenningsböð og almenningssalerni eru þó víðast hvar kynjaskipt enn. Það hlýtur að koma að því að það fyrirkomulag verði endurskoðað í ljósi nýrra viðhorfa. Halda áfram að lesa
Um hvað snýst þungunarrofsfrumvarpið?
Tæpra 20 vikna fóstur. Barn eða frumukökkur?
Umræðan um þungunarrofsfrumvarpið einkennist af þekkingarleysi, tvískinnungi og einbeittum skorti á vilja til þess að viðurkenna hvað málið snýst um – nefnilega það hvernig við skilgreinum manneskju. Ég hef ekki gert upp við mig sjálf hvar eðlilegast væri að draga mörkin. Mig langar hinsvegar að gera athugasemir við nokkrar vafasamar fullyrðingar sem eru áberandi í þessari umræðu. Halda áfram að lesa
Slökkviliðið má ekki mismuna körlum
Nú er verið að slaka á kröfum um líkamlegt atgervi slökkviliðmanna. Af fréttinni að dæma er það ekki gert af því að þörfin fyrir líkamsstyrk og úthald hafi minnkað. Nei, það á að leiðrétta ruglið sem hlaust af þeirri arfavitlausu stefnu að bjóða upp á kynjamismunun í nafni kynjajafnréttis. Halda áfram að lesa
Píkuöfund
Ég veit ekki frá hvaða atburði þessi mynd er eða hver tók hana. Fannst hún bara viðeigandi því hún er áreiðanlega móðgandi fyrir þær konur sem eru ekki með píku
Háskóli í Michigan hefur ákveðið að uppfærsla á „Píkusögum“ (The Vagina Monologues) verði ekki sviðsett. Verkið fer eitthvað öfugt ofan í pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna. Það yrði víst mismunun gagnvart ákveðnum hópi kvenna ef það færi á fjalirnar. Nefnilega þeim konum sem eru ekki með píku. Ég hélt fyrst að þetta væri grín en það eru víst fleiri skólar sama sinnis. Halda áfram að lesa
Tilraun til þöggunar
Andartak hélt ég að ég hefði rekist á viðræðuhæfan femínista. Kvenréttindakonu sem í stað þess að ausa skít yfir Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi fara þá leið að skoða rök hans og dæma hann út frá þeim. En mér skjátlaðist. Enda þótt viðkomandi femínisti stillti sig um að nota ónefni og óska honum dauða, reyndist markmið hennar eitthvert allt annað en að skoða gögnin. Halda áfram að lesa
Og svarið er já
Er þörf fyrir andfemínisma í samfélagi sem stendur á öndinni af hneykslun ef einhver hálfviti segir eitthvað sem mögulegt er að túlka sem karlrembu en finnst svona auglýsing bara allt í lagi?
Þörf fyrir andfemínisma
Það er alveg sama hvaða hugmyndakerfi við skoðum, það er alltaf einhver sannleikskjarni í hugmyndafræði sem á annað borð nær útbreiðslu. Kalvínismi, Islam, Stalínismi, Fasismi … það er alltaf eitthvert óréttlæti sem veldur því að kúgandi kerfi öðlast virðingu og talsmenn þess komast til valda og taka að kúga aðra. Það á einnig við um femínismann. Halda áfram að lesa