Hæstiréttur hefur staðfest 6 vikna nálgunarbann yfir móður sem beitti dóttur sína ítrekuðu ofbeldi. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Börn
Væri rétt að kenna kynjafræði í grunnskólum?
Þessi grein birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem kom út núna í júní.
Sú skoðun virðist útbreidd að grunnskólinn eigi að innræta börnum tiltekin viðhorf. Þessa sér stað í aðalnámskrá grunnskólanna en samkvæmt henni eru grunnþættir menntunar lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni, heilbrigði, sköpun og læsi. Þótt merking þessara hugtaka sé hvorki einföld né óumdeild hefur þessi áhersla aðalnámskrár nánast engri gangnrýni sætt. Halda áfram að lesa
Fiðrildapíkan
Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers konar skordýrs.
Þegar mamma man ekki hverjum hún hefur sofið hjá – um réttarstöðu rangfeðraðra og ófeðraðra barna
Samkvæmt íslenskum lögum á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Það er að vísu ekki einfalt að framfylgja þeim lögum ef foreldrið vill ekkert með barnið hafa en barnið ætti þó, samkvæmt anda laganna, í það minnsta að fá að vita hverjir foreldrarnir eru. Ættleidd börn eiga lagalegan rétt á að fá upplýsingar um kynforeldra sína þegar þau ná 18 ára aldri en kjörforeldrum ber auk þess að upplýsa þau um að þau séu ættleidd, helst ekki síðar en um 6 ára aldur. Halda áfram að lesa
Viðtal við barnsföður Hjördísar Svan
Forræðismál Hjördísar Svan hefur verið áberandi í opinberri umræðu síðustu þrjú árin. Þeir sem fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum standa frammi fyrir óþægilegri þversögn. Við höfum ekki nógu miklar upplýsingar frá báðum hliðum til þess að mynda okkur upplýsta skoðun en um leið er erfitt að komast hjá því að mynda sér skoðun, einkum þegar við sjáum myndir af grátandi börnum og lýsingar móður og barna á ofbeldi og kúgun. Halda áfram að lesa
26. Femínistar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
13. Femínistar vilja fá að stunda trúboð í skólum
Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir
Enda þótt konur lifi að jafnaði lengur en karlar, lendi síður í slysum og séu líklegri til að leita aðstoðar ef þær lenda í aðstæðum sem þær ráða ekki við, álíta margir, bæði karlar og konur, að okkur konum sé alls ekki treystandi til að taka ákvarðanir sem varða líf okkar og líkama. Halda áfram að lesa
Lögmundur og Langholtsskóli
Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir óæskilegar stjórnmálaskoðanir eða niðurlægjandi húmor. Halda áfram að lesa
Kvenhatur og hægri öfgar í Kardimommubæ
Kardimommubærinn er hættulegt leikverk. Fullt af kvenhatri og hægri öfgum. Svo hættulegt að sænski leikstjórinn Sofia Jupither vill láta taka verk Egners úr umferð fyrir fullt og allt, það dugar ekkert minna til að hindra komandi kynslóðir í kvennakúgun og fasisma. Halda áfram að lesa