Feministar vilja fá að boða pólitíska hugmyndafræði sína í barnaskólum.
„Jafnréttisfræðsla“ er ekkert annað en kynjafræði fyrir börn. Boðskapurinn er sá sami og „fræðslan“ er byggð á sömu gervivísindunum. Þrátt fyrir að engum dyljist að drengir eiga erfiðara uppdráttar í skólakerfinu en telpur og flosni frekar upp úr námi, er öll áhersla Kynungabókar á stöðu stelpna og allar söguskýringar eru feminískar.
Það er með ólíkindum að á sama tíma og almenningur er loksins að átta sig á því hversu illa það rímar við trúfrelsi að leyfa Þjóðkirkjunni og öðrum sértrúarsöfnuðum aðgang að leik- og grunnskólum, standi til að hleypa feministatrúboði inn í grunnskólana.