Hrútvíkkun

Svokallaðir femínistar mega eiga það að þeir eru duglegir að finna sér baráttumál. Íslenskir femnistar áttuðu sig um síðir á hinu stórkostlega vandamáli sem femínistinn My Vingren vakti athygli á fyrir nokkrum árum með herferð sem fólst í því að mynda karlmenn sem sátu gleiðir í lestum og öðrum farartækjum ætluðum almenningi. Halda áfram að lesa

Tæknifrjóvgun, mismunun og réttur barnsins

110313933_380995c-688x451

Konur sem gangast undir tæknifrjóvgun á Íslandi eiga að skila inn vottorði um samþykki maka, hvort sem makinn er karl eða kona. Það er skilyrði fyrir því að makinn verði skráður foreldri barnsins. Eðlilegast væri að sömu reglur giltu þegar tæknifrjóvgun er gerð erlendis. Halda áfram að lesa

Viðtal við barnsföður Hjördísar Svan

mynd-hj-svan-688x451

Forræðismál Hjördísar Svan hefur verið áberandi í opinberri umræðu síðustu þrjú árin. Þeir sem fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum standa frammi fyrir óþægilegri þversögn. Við höfum ekki nógu miklar upplýsingar frá báðum hliðum til þess að mynda okkur upplýsta skoðun en um leið er erfitt að komast hjá því að mynda sér skoðun, einkum þegar við sjáum myndir af grátandi börnum og lýsingar móður og barna á ofbeldi og kúgun. Halda áfram að lesa

Kynbundið ofbeldi

Hér er dæmi um kynbundið ofbeldi sem enginn áhugi er fyrir þar sem það beinist ekki að réttu kyni.

Hugtakið kynbundið ofbeldi er oft notað um allt ofbeldi sem karlar beita konur hvort sem það hefur eitthvað með kyn að gera eða ekki. Almennur skilningur á hugtakinu er sá að það eigi við um ofbeldi sem fólk yrði ekki fyrir ef það tilheyrði hinu kyninu og það er þannig sem það er notað í fjölmiðlum. Samt sem áður aðeins um ofbeldi gegn konum.

Halda áfram að lesa

Efnistök Kynungabókar – söguskoðun og fjölskyldan

feður

Tilefni þessarar pistlaraðar eru ítrekuð ummæli um að ég sé að gera feministum upp skoðanir. Ætlun mín er að gera í eitt skipti fyrir öll grein fyrir því á hverju ég byggi hugmyndir mínar um markmið hreyfingarinnar. Í fyrri pistlum hef ég bent á dæmi um það hvernig kvenhyggjufólk er að koma á nýju kennivaldi, m.a. með því að koma áróðri sínum inn í barna- og unglingaskóla.   Halda áfram að lesa