Tæknifrjóvgun, mismunun og réttur barnsins

110313933_380995c-688x451

Konur sem gangast undir tæknifrjóvgun á Íslandi eiga að skila inn vottorði um samþykki maka, hvort sem makinn er karl eða kona. Það er skilyrði fyrir því að makinn verði skráður foreldri barnsins. Eðlilegast væri að sömu reglur giltu þegar tæknifrjóvgun er gerð erlendis. Halda áfram að lesa

Einhliða umfjöllun?

Screenshot from 2014-08-26 12:43:33

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Halda áfram að lesa

Guðrún hjá Stígamótum og mannréttindin

guðrun

Í umræðunni um mál Karls Vignis Þorsteinssonar hefur Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum viðhaft ummæli sem vert er að staldra við. Þau eru þess efnis að mannréttindi þeirra barna sem eru í hættu hljóti að vega þyngra en mannréttindi barnaníðinga. Þetta er undarleg útlegging á mannréttindahugtakinu. Halda áfram að lesa

Að taka á ofbeldi í eigin röðum

tumblr_lj3rnqzyyw1qdus1ko1_500Í dag ætla ég að kenna ykkur að skapa réttarkerfi. Eða ekki.

Ég þekki þrjú ólík mál þar sem fólk sem hefur verið órétti beitt telur réttarkerfið ekki góðan farveg til að rétta sinn hlut. Í einu tilviki er um að ræða hrottalega líkamsárás. Í einu tilviki varð kona fyrir nauðgun. Í síðasta tilfellinu býr þolandinn við kúgun, veit að honum verður komið í vandræði ef hann hegðar sér ekki eins og kúgaranum þóknast. Ekkert þessara mála hefur verið kært til lögreglu. Halda áfram að lesa