Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir óæskilegar stjórnmálaskoðanir eða niðurlægjandi húmor. Halda áfram að lesa