Klámlaus kynjamismunun

299ed9e4a2d51647728e779b5628de66

Þegar ég var lítil fyrirvarð ég mig fyrir klámmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var blýantsteikning af nöktu pari í faðmlögum. Mér fannst nógu dónalegt að hafa berrassað fólk uppi á vegg en þegar drengur sem kom í heimsókn fullyrti að þau væru “að ríða” var mér allri lokið. Móðir mín harðneitaði að fjarlægja klámmyndina sem hún sagði að væri hreint ekkert klám. Hvor okkar hafði rétt fyrir sér? Halda áfram að lesa

Vinstri handar villan

barnagirnd

Á fyrri hluta 20. aldar stóðu barnakennarar frammi fyrir erfiðu vandamáli. Sum börnin þráuðust við að læra rétt vinnubrögð. Þau höfðu óeðlilega tilhneigingu til að skrifa og teikna með vinstri hendinni. Skýringin á þessu var ekki einber óþekkt, þau virtust hreinlega ekki ráða við þetta. Halda áfram að lesa

Lögmundur og Langholtsskóli

215a4d49b3dd8e32a338b3e66e466f9b

Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir óæskilegar stjórnmálaskoðanir eða niðurlægjandi húmor. Halda áfram að lesa

Sýn Kynungabókar á kynbundið ofbeldi

LustUngliðahreyfing VG vill kennivaldið inn í skólana. Réttlætingin er sú að viðhorfskannanir sýni að hærra hlutfall unglinga hafi íhaldssamar hugmyndir um kynhlutverk nú en fyrir 20 árum. Hvernig unga fólkið í vg fær það út að feministatrúboð muni breyta því er vandséð. Aldrei hefur feminisk umræða verið meira áberandi en á þessum 20 árum og þó hefur þetta bakslag orðið; það er því nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að kynjafræðikennsla hafi tilætluð áhrif. Halda áfram að lesa

Hið augljósa samhengi

Í hugum margra nútímamanna voru galdramál miðalda skýrt dæmi um grimmdarlega skoðanakúgun á grundvelli hjátrúar og ofstæki.  Frá seinni hluta 15. aldar og fram á 18. öld voru tugir þúsunda dæmdir til dauða og líflátnir vegna samskipta sinna við Djöfulinn. Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta en einnig voru dæmi um karla og börn sem hlutu þessi örlög. Í fyrstu var galdrafólkið brennt lifandi en síðar voru teknar upp mannúðlegri aðferðir, svo sem henging eða eiturgjöf, að loknum pyntingum að sjálfsögðu, og líkin svo brennd. Ísland hefur að þessu leyti sérstöðu, 20 karlar voru brenndir fyrir galdur en aðeins ein kona. Halda áfram að lesa

Lygin í klámlöggunni

Dines

Gúggull þekkir þig. Hann veit hvað þú vilt sjá. Gail Dines heldur því fram að í „hinni dæmigerðu klámmyndasenu“ séu þrír kallar að hamast á sömu konunni, kvelja hana, hárreyta, lemja hana, niðurlægja og nauðga henni í öll líkamsop samtímis, oft þannig að þjáningin lýsi af henni og í sumum tilvikum kasti hún upp. Halda áfram að lesa