Ég hef ekki skrifað pistil í heila viku og það eru margar vikur síðan ég hef birt pistil sem ég hef lagt vinnu í. Það gerist af og til að ruglið verður svo yfirþyrmandi að mér fallast bara hendur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Klámskjöldur
Hið augljósa samhengi
Í hugum margra nútímamanna voru galdramál miðalda skýrt dæmi um grimmdarlega skoðanakúgun á grundvelli hjátrúar og ofstæki. Frá seinni hluta 15. aldar og fram á 18. öld voru tugir þúsunda dæmdir til dauða og líflátnir vegna samskipta sinna við Djöfulinn. Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta en einnig voru dæmi um karla og börn sem hlutu þessi örlög. Í fyrstu var galdrafólkið brennt lifandi en síðar voru teknar upp mannúðlegri aðferðir, svo sem henging eða eiturgjöf, að loknum pyntingum að sjálfsögðu, og líkin svo brennd. Ísland hefur að þessu leyti sérstöðu, 20 karlar voru brenndir fyrir galdur en aðeins ein kona. Halda áfram að lesa