Ritskoðunarkröfur

Femmynd3-688x451Af og til verð ég alveg ofboðslega leið á feminisma. Svo gerist eitthvað sem verður til þess að ég finn mig knúna til að leggja orð í belg. Um þetta leyti í fyrra sauð upp úr hjá mér þegar einhver taldi mig á að líta á óvenju vonda umfjöllun á Knúzinu. Ég byrjaði þá á pistlaröð sem ég kalla Þrjátíu og þrjár ástæður til að uppræta feminisma. Þetta eru örstuttir pistlar en ég varð satt að segja hálf þunglynd á meðan ég var að skrifa þá, því ég fann sífellt fleiri ástæður og sá fram á að þetta yrðu á endanum 333 pistlar. Ég tók mér langt hlé frá þessari pistlaröð og hef alloft verið rukkuð um framhald en ekki sinnt því enn. Hef þó af og til komið inn á feminisma í öðrum skrifum mínum.

Á miðvikudaginn birti ég pistil um Fjórtán einkenni feminisma í Kvennablaðinu og í kjölfarið höfðu margir lesendur samband við mig og lýstu ánægju sinni. Viðbrögðin voru þó ekki öll á þann veg því mér er kunnugt um að ritstjórn Kvennablaðsins bárust all margar kvartanir frá feministum og kröfur um að Kvennablaðið hætti að birta efni eftir mig. Ekki virðist þó neinn kvartenda treysta sér til þess að hrekja þá greiningu sem ég set fram í pistlinum heldur snýr óánægjan að því að einhver leyfi sér slík helgispjöll að benda á hið augljósa sem svo mörgum tekst þó að líta fram hjá.

Kvartanirnar sneru reyndar ekki aðeins að þessum feministapistli heldur einnig fleiri framlögum frá mér sem birst hafa í Kvennablaðinu. Einkum mun það þykja sérdeilis andfeminiskur verknaður af Kvennablaðinu að hafa birt viðtal mitt við fyrsta barnsföður Hjördísar Svan en hún situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og á yfir höfði sér dóm vegna ítrekaðra umgengnistálmana og ólöglegs flutnings barna milli landa í óþökk föður þeirra og löglegs forráðamanns. Það þykir víst óhæfa að kvennablað birti umfjöllun sem vekur grun um að fleiri hliðar séu á því máli en sú sem stuðningsmenn Hjördísar hafa haldið fram í fjölmiðlum.

Þessi viðbrögð koma mér reyndar ekkert á óvart enda er krafa um ritskoðun einn þátturinn í því mikla stjórnlyndi sem einkennir femnisma nútímans. Og skemmtilegt þykir mér að pistill sem er kynntur með þessari mynd, skuli vekja kröfu um ritskoðun.

Sjálf hef ég ekki fengið skilaboð frá þeim sem eru að þrýsta á ritstjórn Kvennablaðsins um að úthýsa mér en hinsvegar fengið fjölda skilaboða frá fólki sem telur fulla þörf á gagnrýni á þá kvenhyggju sem enn rær að því öllum árum að einoka umræðu um kynjapólitík. Ég get glatt þá lesendur með því að ég hef nú loksins lokið við að skrifa þessa örpistla um þrjátíu og þrjár ástæður til að uppræta feminisma og munu þeir birtast hér á Eyjunni á næstu dögum.

Hér eru tenglar á þá pistla sem þegar hafa birst:

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi