Orðið Hildarleikur á einkar vel við þá umræðu sem fer fram á netinu einmitt núna. Kona sem hefur staðið í langvinnu stríði við hvern þann karl sem kemur illa fram við konur eða tiltekna konu, er komin í sjálfheldu. Kona sem hefur krafist fortakslausrar iðrunar af hálfu þeirra sem hafa brotið eitthvað af sér og dæmt allar sjálfsréttlætingar harkalega, gefur skýringar sem sumir efast um að hún tæki gildar sjálf. Þetta er áhugavert. Átakanlegt líka. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl og hatrið á netinu
Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því.
Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Halda áfram að lesa
Stjórnar Hildur Lilliendahl mannaráðningum við HÍ?
Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að þjást af völdum annarra? Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að valda öðrum þjáningum? Halda áfram að lesa
Af blæðingum Hildar Lilliendahl og helgum konum
Eitthver umræddasti viðburður ágústmánaðar voru blæðingar Hildar Lilliendahl. Eða öllu heldur sá fáheyrði atburður að hún skyldi segja frá því opinberlega að hún hefði blæðingar og birta mynd af blóðugum plastpoka því til staðfestingar að henni þætti í lagi að tala um það. Halda áfram að lesa
Fólkið sem hatar fíflin og fíflin sem hata fólk
Kvenhatur: T.d. það að flokka dónabréfaskrif JBH sem dómgreindarbrest fremur en kynferðisglæp.
Gott og vel ég skil konseptið þótt mér finnist það umdeilanlegt. En svo kemur í ljós að við eigum ekkert að taka þessu bókstaflega. Þetta „karlar sem hata konur“ er bara einhverskonar pardódía á þá hugmynd að feministar séu karlhatarar og um leið vísun í vinsælasta karlhatursbókmenntaverk okkar tíma. Sorrý en það er eitthvað við þetta sem gengur ekki upp.
Konur eru ekki fréttaefni heldur krútt
Mér var satt að segja dálítið brugðið þegar ég sá úttekt Hildar Lilliendahl á kynjahlutföllunum í fréttablaðinu, fyrir nokkrum vikum. Ekki svo að skilja að niðurstaðan hafi komið mér á óvart. Ég hefði sjálf giskað á að fréttir af konum og viðtöl við konur væru um 25% af því efni sem dagblöð og fréttastofur ljósvakamiðlanna birta.