Öfug sönnunarbyrði og PTSD

8501f8a02d1554f99a328bd156a97e362ed898dbedd34d07403830c0639cfe1c_1
Knúzið heldur áfram að bulla.
Ég þarf greinilega að skrifa pistil um fjölda meinsærismála, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem kærandi bar öll merki þess að hafa orðið fyrir gífurlegu áfalli en viðurkenndi síðar að hafa bara sagt ósatt.

Fjöldi dómsmorða hingað til ætti að duga til þess að sannfæra hvern sem er um að það sé glapræði að nota greiningu á áfallastreituröskun sem sönnunargagn en jafnvel þótt engin slík mál lægju fyrir mælir heilbrigð skynsemi eindregið gegn því að nota greiningu á áfallastreituröskun sem sönnun fyrir því að kona hafi orðið fyrir nauðgun, hvað þá að tiltekinn maður hafi nauðgað henni.

Í fyrsta lagi sannar greiningin (ef hún er þá rétt) ekki neitt annað en það að áfallastreituröskun sé til staðar. Hún sannar ekki ástæðurnar fyrir henni.

Í öðru lagi þurfa einkennin að hafa verið til staðar í minnst mánuð til þess að ástand manneskjunnar falli undir áfallastreituröskun. Sú greining skýrir því ekki ástand hennar strax eftir að brotið á sér stað.

Í þriðja lagi er ekki mjög algengt að þeir sem verða fyrir kynferðisbrotum þrói með sér áfallastreituröskun. Samkvæmt þessari rannsókn eru það um 2%  Úrtakið er of lítið til að hægt sé að alhæfa út frá því en það gefur allavega vísbendingu um að fáir brotaþolar myndu græða nokkuð á þessu lagaákvæði.

Það þarf ekki andfeminista til að sjá að það er eitthvað bogið við að önnur hver manneskja sem hefur orðið fyrir kynferðisbroti eða bara skíthælslegri framkomu skuli vera greind með alvarlegan geðsjúkdó, og það er skömm að því að sálfræðingar og geðlæknar skuli útdeila greiningu á áfallastreituröskun eins og jólasveinar karamellum. Að gera slíkt hæp að sönnunargagni í kynferðisglæpamálum yrði áfellisdómur yfir réttarkerfi sem er þó meingallað fyrir.

 

Deildu færslunni

Share to Facebook