Sniðugir strákar og uppstilling landsliðsins

Eva: Hvaða Ásgeir? Á ég að vita hver hann er?
Einar: Já. Þú talaðir heilmikið við hann í afmælinu hans Steindórs.
Eva: Ha???
Einar: Í fimmtugsafmælinu hans Steindórs manstu?
Eva: Haaaallooó!
Einar: Hvað?
Eva: Hann Steindór er ekki orðinn fimmtugur. Við mættum hinsvegar í fimmtugsafmælið hennar Jónínu. Og jú, ég man núna hver þessi Ásgeir er, hann hélt einmitt eina ræðuna um það hvað hann Steindór er sniðugur strákur. Eina af mörgum. Halda áfram að lesa

Hvað höfðingjarnir hafast að

images (1)Og svona fyrst ég er farin að tala um Megas – sem án efa er mestur núlifandi ljóðsnillinga Íslands og hugsanlega allra tíma; ætli þeir sem hvað mest hafa hamast á Gillz vegna kvenfyrirlitningar hafi kynnt sér höfundarverk Megasar? Einhverjum ofbauð jú þegar hann orti um að telpur væru töfrandi frá tólf og niður í átta en ekki einu sinni það olli öðru eins fjaðrafoki og margra ára gömul bloggfærsla markaðsvæðingargaursins.

Halda áfram að lesa

Hvað heldurðu eiginlega að þú sért?

ugla

Jafnrétti í lagalegum skilningi -jú ég held að í okkar heimshluta sé því náð. Og þótt halli sumsstaðar á konur þá hallar bara líka á karla.

En það er samt þessi tilfinning. Kannski er það að einhverju leyti paranoja en hún er þarna samt, einhversstaðar í bakgrunninum. Eins og stöðugt læðist upp að manni einhver grunur um að þeir telji sig merkilegri, á einhvern hátt yfir okkur hafna. Að þeir séu einhvernveginn óhóflega öruggir um stöðu sína -og okkar. Allavega stöðu sína gagnvart okkur. Halda áfram að lesa

Er brundfyllisgremja fyndin?

faintÉg held að það hafi verið í janúar sem einhver ahugasemd á fb varð til þess að ég fór að ræða staðalmynd feministans við vin minn. Þetta var ekkert á grófleikaskala Gillzeneggers en einhver sem fannst tiltekin kona sem kennir sig við feminisma ekki nógu skapgóð, sagði eitthvað í þá veruna að þessar mussukerlingar fengju greinilega ekki nóg heima.

Halda áfram að lesa