Og svona fyrst ég er farin að tala um Megas – sem án efa er mestur núlifandi ljóðsnillinga Íslands og hugsanlega allra tíma; ætli þeir sem hvað mest hafa hamast á Gillz vegna kvenfyrirlitningar hafi kynnt sér höfundarverk Megasar? Einhverjum ofbauð jú þegar hann orti um að telpur væru töfrandi frá tólf og niður í átta en ekki einu sinni það olli öðru eins fjaðrafoki og margra ára gömul bloggfærsla markaðsvæðingargaursins.
Greinasafn fyrir merki: Kvenfyrirlitning
Dömur mínar og nauðgarar
Herrar mínir og hórur… Það þarf víst enginn að undrast þótt þessum bráðskemmtilega brandara hafi verið illa tekið. Halda áfram að lesa