Daylight come and we wan’ go home

Úlnliðirnir á mér eru svo aumir að ég get ekki einu sinni pikkað á lyklaborðið án þess að verkja upp í olnboga, auk þess kvefuð og hef gengið á íbúfeni og norskum brjóstdropum síðustu daga. -Þetta var sjálfsvorkunn vikunnar, þá er það afgreitt.

Plastið er rafmagnað. Fyrstu dagana vorum við líkust stjörnuljósum en svo lagðist Sigrún í eðlisfræðirannsóknir og síðan hefur hún vökvað smiðjugólfið reglulega. Neistaflugið er minna, en þegar sjúkraliðinn mætir með slegið hár, rís það líkt og strákústur upp í loftið þegar hún lyftir böggunum. Halda áfram að lesa

Í sveitinni

Ég hélt á varalitnum þegar Sigrún renndi í hlað í morgun, 5 mínútum of snemma og rauk út með ómálaða neðri vör. Reyndar ekki í minipilsi og á hælum því þótt það hefði verið mun huggulegra reikna ég ekki með að körlunum hefði orðið mikið úr verki ef ég hefði flaggað ómótstæðilegi flóðbylgju lærapoka minna og ekki vill maður nú skaða hagsmuni fyrirtækisins. Halda áfram að lesa

Sigrún hefur tekið umkvartanir

Sigrún hefur tekið umkvartanir mínar um skort á áhorfanlegum karlmönnum í vélsmiðjunni alvarlega. Allavega verðum vér kerlingar á Nesjavöllum um helgina, væntanlega í fríða karla flokki.

Ég ætti að vera sofnuð en þar sem heimasætan valdi einmitt þetta kvöld til að leggja drög að nýjum og dramatískum kafla í sápuóperu heimilisins, reikna ég með að verða í tussulegra lagi í fyrramálið. Það var svosem auðvitað. Ojæja, Sigrún sækir mig klukkan 7 svo ég hef klukkutíma til að smyrja á mig hrukkukremi og æfa mig í að vera kókett áður en ég hitti alla þessa dásemdar karlmenn.

Kaffistofuspjall

-Alltaf verið að skíta atvinnurekendur út og væna þá um arðrán. En hvað um starfsmenn sem slóra í vinnunni og tilkynna veikindi á mánudögum? Maður er í rauninni búinn að kaupa vinnuframlag og hvað heitir það ef starfsmaður svíkur mann um það sem maður greiðir umsamið verð fyrir? Hvað heitir það? þusar Eigandinn og þótt ég sé honum hjartanlega sammála skil ég ekki alveg þessa umræðu í þessum hópi fólks. Halda áfram að lesa

Hádegismatur

Ég er að hugsa um að lögsækja fyrirtækið sem sér um hádegismatinn fyrir okkur. Reyndar á vélsmiðjan heiður skilinn fyrir að sjá til þess að við fáum mat í hádeginu, það er ekkert sem fer verr í skapið á mér en að vera matarlaus í þrælavinnu, nema ef vera skyldi að vinna með letingjum og hér eru allir hörkuduglegir og ég hef aldrei verið svöng. Maturinn er samt hræðilegur og ég er nú ekki matvönd. Hef t.d. aldrei skilið hvað fólk hefur út á mötuneyti ríkisspítalanna að setja, það er bara prýðilegt mötuneyti. Halda áfram að lesa

Sé ekki fram á

Sé ekki fram á að blogga af neinum krafti á meðan ég er í þessari vélsmiðjuvinnu. Það er reyndar stórfínt að komast í smá hamagang um tíma, veitir ekki af að koma hreyfingu á blóðið. Auðvitað er svona vinna í eðli sínu leiðinleg en það er ákveðin hvíld í því að hlaupa í eitthvað sem er hægt að gera hratt og krefst engrar vitrænnar hugsunar og maður finnur ekki fyrir því hvað þetta er gelt og firrt þegar maður veit að þetta eru bara nokkrar vikur. Svo erum við Sigrún líka svo helvíti fínar saman að karlmennin hafa ekki við okkur þannig að með aðrar eins valkyrjur gæti þetta jafnvel tekið ennþá styttri tíma en reiknað er með.

Ég er búin að koma heimasætunni í skóla, hún byrjaði í dag og líst bara vel á sig.

Belgíska Kongó

Við Pysjan fórum að sjá Belgíska Kongó í kvöld. Drottinn minn dýri hvað ég skemmti mér vel. Átti von á góðu en þetta var alveg óborganlegt. Ætlaði reyndar að eyða laugardagskvöldinu með stráknum en Sigrún bað mig að vinna með sér á laugardagskvöldið svo ég samdi við hann um að við færum frekar í leikhús í kvöld og að þeir Snorri gætu þá verið saman á laugardagskvöldið. Hann var hæstánægður með það og ég verð að segja að ég er fegin því annars hefði ég líklega misst af þessu frábæra stykki. Bara ein sýning eftir og ég hvet alla til að fara á lokasýninguna.

Bara heilbrigt

Ég hef haft svo miklar áhyggjur af Pysjunni minni. Hann hefur verið frekar einangraður félagslega alveg síðan hann var 8-9 ára. Hann eignaðist ekki stóran vinahóp þegar hann var krakki, átti kannski 1-2 vini og ekkert endilega krakka sem hann hafði greiðan aðgang að. Hann var bara einn ef þeir voru ekki til staðar og hafnaði samskiptum við önnur börn nánast algerlega. Síðustu 2 árin hefur hann bókstaflega engan félagsskap haft af skólafélögunum sínum utan skólans og í raun ekki umgengist jafnaldra sína neitt. Halda áfram að lesa

Áramótaheit

Mér skilst að maður eigi helst að upplifa áramót sem einhverskonar tækifæri, nýtt upphaf á einhverju stórkostlegu. Maður á að gerast rosalega ferskur og taka nokkra daga í það að standa við loforðin sem maður er alltaf að gefa sjálfum sér og helst að finna upp á einhverju nýju til að lofa. Aukaatriði hversu lengi maður stendur við það. Halda áfram að lesa

Skyggnst inn í kleyfhugakennda sjálfsupplifun verundar minnar

Eva: Mér leiðist.
Birta: Vitanlega leiðist þér. Ekki búin að fara í­ bí­ó nema 7 sinnum á 8 dögum, einnig setningu bókmenntahátí­­ðar, tvö partý og hefur aukinheldur hitt 3 gamla vini fyrir utan Sigrúnu og systur þí­na og bloggað eins og vindurinn. Það er eins gott að þú þurfir ekki að upplifa alvöru leiðindi dekurrófan þín. Halda áfram að lesa

Bréf til klámskáldsins

Hmmm … Ég verð að viðurkenna að þú ert rímsnillingur hinn mesti og það er svosem hægt að fyrirgefa ýmislegt út á hið listræna gildi, en finnst þér ekki fulllangt gengið að kalla mig hóru? Það er ekki beinlínis kurteisi þótt tillagan sé sett fram í bundnu máli og falli vel að bragarhættinum. En ok. spilum eftir þínum reglum: Halda áfram að lesa