Plús vélsmiðjuvinna

Ég hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi. Í hvert sinn sem ég sé fram á blankheit undir þolmörkum fjölskyldunnar, koma aukaverkefni hlaupandi til mín af sjálfsdáðum. Er að merja síðasta hluta útborgunarinnar en komin feit skuld á kortið sem reynist svo ætla að reddast eins og allt annað.

Þetta er í fyrsta sinn síðan ég byrjaði á þessu lóðaríi fyrir Uppfinningamanninn sem engin verkefni liggja fyrir og þá er ekki nóg með að hann biðji mig að taka við bókhaldinu, heldur hringir Sigrún og spyr hvort ég geti tekið að mér nokkurra vikna uppgrip í vélsmiðjunni, c.a. 10 tíma á dag. Ég hef aldrei unnið í vélsmiðju svo ég sagði náttúrulega já, skundaði á staðinn, hitti vélsmiðjueigandann og fékk staðfest að þetta væri dæmigerð negravinna. Helvíti fínt að negrast dálítið með nokkrum eintökum af hinu heimskara kyni í takmarkaðan tíma.

Byrja um næstu mánaðamót og verð þá væntanlega búin að lóða upp heilan lager. Hleyp svo í lóðarí, textagerð og bókhald á kvöldin og um helgar. Auk þess standa vonir til að ég komi eitthvað að þáttagerð fyrir RÚV á næstu vikum. Funda um málið í býtið á morgun.

Tilkynni hér með að ég er reiðubúin að selja sál mína fyrir lengri sólarhring. Eða allavega leigja hana út fram á vorið.

Best er að deila með því að afrita slóðina