Bjánakeppur

Í alvöru talað; hvað er að manni sem sendir skuldbindingarlausri hjásvæfu sinni sms með hamingjuóskum um daginn, á Valentínusardag, 3 dögum eftir að hann segir henni að hann sé spenntur fyrir annarri?
Svar; það er ekkert að honum annað en almenn karlmennska.

Ég sendi honum sms til baka; þú ert ekki eins mikill bjánakeppur og þú lítur út fyrir að vera. Þú hlýtur að vera beinlínis vangefinn.

Jájá, það var áreiðanlega alger óþarfi af mér að drulla svona yfir hann, hann hefur sjálfsagt bara ætlað að vera huggulegur en í augnablikinu er mér hundaskítssama. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja þetta. Fram að miðnætti ætla ég að leyfa mér þann órökrétta munað að afgreiða alla karlmenn ósköp einfaldlega sem fullkomin fífl.

Best er að deila með því að afrita slóðina