Jæja. Þá er ég búin að taka fyrstu vaktina á Kynlegum konum. Það sem kemur mér mest á óvart er að ég er ekki elst. Það eru fleiri en ég sem viðurkenna að hafa logið til um aldur þegar þær sóttu um. Yana er tveimur árum eldri en ég og það var hún sem setti mig inn í starfið. Hún er búin að vera súludansari á Íslandi í tvö ár og bjó hér í nokkur ár á níunda áratugnum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað (allt efni)
Laugardagsmorgunn
Blóð mitt hrópar á súkkulaði og kaffi.
Nýkomin heim frá Haffa. Velsofin samt. Snertiþörfin helltist yfir mig í gærkvöldi af óstjórnlegum krafti. Bætti ekki úr skák að ég drakk tvö rauðvínsglös svo ég var óökufær. Mundi eftir tveimur vinum sem ekki eiga kerlingar en annar var að vinna og hinn í útlöndum. Haffi hafði ekki svarað sms eða símtölum frá mér vikum saman svo ég var alveg búin að gefa hann upp á bátinn. En svo hringdi hann sjálfur og
bað mig að koma. Halda áfram að lesa
Aukavinna
Þá er það loksins staðfest að leigusalinn bjó í alvöru með litháískri súludansmey. Ég komst að því í dag þegar ég sótti um aukavinnu á „Kynlegum konum“ einu strippbúllunni hér uppi í Gólanhæðunum. Eða einu svo vitað sé, svo ég ljúgi nú engu. Búllmundur, eigandi staðarins, spurði hvar ég byggi. Þegar ég sagði honum það varð hann steinhissa og spurði hvort Fatlafólið væri kominn í stórútgerð. Sú litháíska hætti víst á búllunni skömmu eftir að þau kynntust og Búllmundur hefur enga trú á að það skýrist eingöngu af hreinleika ástarinnar. Halda áfram að lesa
Reynsla mín af súludansi
Það hefur líklega verið 1997 eða hugsanlega ári fyrr eða seinna. Halda áfram að lesa
Klámstjarnan
Við fórum í menningarferð í Kringluna í dag með börn Spúnkhildar og Sjarmaknippið. Við ætluðum að kaupa nokkrar kindur í garðinn en sáum enga sem okkur líkaði. Hinsvegar sáum við hið stórbrotna tónskáld og söngkonu Leoncie. Halda áfram að lesa
Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni
Birtan í mér er að gera mig brjálaða. Ég veit ekki alveg hvaðan hún kom en dag nokkurn áttaði ég mig á því að ég deildi líkama með þessari miskunnarlausu persónu sem neyðir mig til þess að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Hún hefur angrað mig sérstaklega mikið undanfarið. Halda áfram að lesa
Prik
Drengir þurfa að eiga prik. Ég veit ekki hversvegna en það er bara þannig. Þegar mínir voru litlir báru þeir inn greinar sem voru notaðar sem göngustafir, hestar, vopn og eitthvað fleira sem ég skil ekki. Ég hélt alltaf að þeir væru alveg að vaxa upp úr því svo ég henti öllum prikum þegar við fluttum. Það reyndist alltaf röng tilgáta hjá mér en kosturinn við prik (eða ókosturinn, eftir því hvernig maður lítur á það) er sá að það er alltaf hægt að verða sér úti um nýtt ef mamma manns hendir því gamla í tiltektarkasti. Um helgina kom Pysjan svo heim með eitt prikið enn og nú stendur það upp við glerskápinn í eldhúsinu. Halda áfram að lesa
Kindur
Júlí 2002. Morgunkaffi á veröndinni. Spúnkhildur lítur yfir lóðina. Grasið nær mér í hné og limgerðið ber þess heldur engin merki að hér búi garðyrkjumenn. Halda áfram að lesa
Maður var nefndur… og bjó
Kynvillingurinn er komin í bæinn með son sinn Sjarmaknippið. Kynvillingurinn er systir Spúnkhildar og Maðurinn sem á ekki tíkall er faðir Sjarmaknippisins sem er jafnaldri Myndgerðar. Halda áfram að lesa
Krútt dauðans
Myndgerður litla hefur átt dálítið bágt undanfarið. Kisurnar hennar urðu eftir fyrir austan þegar þær Spúnkhildur fluttu í bæinn og fyrstu vikuna í nýjum skóla fékk hún lús og það varð henni áfall. Mamma hennar ánetjaðist Örykjanum og ég held að Myndgerði finnist það ekkert skemmtilegra en mér. Halda áfram að lesa
Sápuópera
Faðir Spúnkhildar deyr og á vissan hátt er það léttir. Þetta skammvinna dauðastríð var víst nógu erfitt fyrir fjölskylduna hans. Halda áfram að lesa
Nágrannasápa
Þá erum við búnar að koma okkur fyrir og skila lyklunum að gömlu íbúðinni og enn er langt í mánaðamót. Eins og bróðir minn Mafían segir; góðir hlutir gerast hægt en frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli. Halda áfram að lesa
Daglegt líf
Þá erum við búnar að koma okkur fyrir og skila lyklunum að gömlu íbúðinni og enn er langt í mánaðamót. Eins og bróðir minn Mafían segir; góðir hlutir gerast hægt en frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli. Halda áfram að lesa
Willy Wondernail
Ég kynntist Haffa laust eftir áramótin. Tók leigubíl og hann var við stýrið. Venjulega fara skrafhreifnir leigubílstjórnar í taugarnar á mér. Bilstjórar eru þjónar. Hlutverk þeirra er að koma mér á milli staða en ekki að hafa ofan af fyrir mér. Þeim kemur ekkert við hvað ég geri eða hvort ég var á djamminu. Halda áfram að lesa
Nýtt heimili
„Ég fann hús“ sagði Spúnkhildur. „Að vísu uppi í Gólanhæðum en við erum að tala um tvíbýli en ekki blokk, nógu mörg herbergi fyrir allt liðið og meira að segja garð. Reyndar garð með heitum potti og veröndin er undir svölum efri hæðarinnar svo það hlýtur að vera sæmilega skýlt þar. Og hún er laus Eva, við getum flutt inn í kvöld ef við kærum okkur um.“ Halda áfram að lesa