Morfísinn

Sonur minn Byltingin fylgist með Morfís keppninni af áhuga. Það sem honum finnst svona áhugavert við þessa keppni, er það undur að til sé fólk sem þrátt fyrir að vera komið á framhaldsskólaaldur, skuli hafa þvílíkt yndi af fullkomlega tilgangslausum þrætum að það láti leiða sig út í aðra eins vitleysu og þá að keppa um það hvort liðið sé færara í þeirri list að fá fólk til að greiða atkvæði með „málefnum“ sem jafnvel ræðumaðurinn sjálfur telur röng og skaðleg. Halda áfram að lesa

Greiði

Hvert hringir maður þegar bíllinn neitar að fara í gang kl. 6 að morgni og maður þarf að koma Fréttablaðinu milli sveitarfélaga og bera það út fyrir kl 7?

Ég hringdi í Húsasmiðinn. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið lá það einhvernveginn beinast við. Þegar allt kemur til alls þekki ég engan jafn greiðvikinn.

Hann kom strax. Ekkert nema almennilegheitin og lánaði mér bílinn sinn. Faðmaði mig snöggvast þegar við skildum.

 

Maðurinn með svörin

Nú hef eg drukkid morgunkaffi hjá manninum á veröndinni þrjá daga í röð. Varla stoppað nema 15 minutur í hvert sinn, enda þarf fólk að fá blaðið sitt svo mér er ekki til seturinnar boðið.  En á þessum stutta tíma hefur honum teksit að leiða mig í allan sannleika um það hver sé tilgangur lífsins og hvernig best sé fyrir mig að hugsa og hegða mér svo ég verði hamingjusöm. Þetta er ákaflega hamingjusamur maður og mjög vitur. Halda áfram að lesa

Urr

Ekki veit ég hver fann það út að veitingahúsaþrif ættu að vera kvenmannsverk en það var allavega ekki kona. Og þó, konur eru konum verstar svo kannski var það kona. En allavega ekki kona sem vegur 43 kg með naglalakki. Halda áfram að lesa

Undur og stórmerki

Undur og stórmerki hafa gerst; Kynþokkaknippið talaði við mig af fyrra bragði. Ég tók ekki séns á því að fiska eftir því hvort hann eigi kerlingu. Þegar allt kemur til alls hef ég ekki guðmund um hvort hann er yfirhöfuð skemmtilegur svo það er best að gefa honum engar hugmyndir. Halda áfram að lesa

Betri tíð

Það er engu líkara en að heppnin hafi ákveðið að leggja mig í einelti.

Fyrst lendi ég í vinnu hjá manni sem á einmitt leiguíbúð sem hentar mér, á frábærum stað. Svo fæ ég brilliant hugmynd um það hvernig ég get auglýst bókina mína með lágmarks vinnu, lágmarks kostnaði og án þess að þurfa að leika sölumann. Halda áfram að lesa

Núna!

Ég vil sofa hjá þér. Núna. sagði Lúkas við Spengilfríði, hátt og snjallt á ágætri íslensku. Kannski átti það að vera fyndið svona í og með en öllu gríni fylgir nokkur alvara og það leynir sér ekki að hann yrði glaður ef hún tæki tilboðinu. Sennilega vissi hann ekki að hún á kærasta.

Ojæja ég lái honum ekki. Ef ég væri pólskur farandverkamaður myndi mig líka langa til að sofa hjá Spengilfríði. Hún er ekki ljót.

Bloggið virkar!

Í dag hringdi í mig maður. Sagðist lesa bloggið mitt og að hann hefði hugsanlega aukavinnu handa mér. Hún fælist í því að smíða rafeindabúnað.

Ég hélt fyrst að þetta væri einn hálfvitinn enn – menn sem lesa bloggið mitt eiga til að senda mér tölvupóst með ýmsum undarlegum ráðleggingum – svo ég hnussaði bara eitthvað um að ég væri ekki rafvirki. Hann baðst afsökunar og kvaddi.

Ég áttaði mig á því um leið og sambandið rofnaði að ég hafði ekki einu sinni gefið því séns að þetta væri eitthvað athugunarvert. Það er út af fyrir sig gaman að vita að ókunnugir lesi bloggið mitt og ég hafði bara verið truntuleg við hann. Ég hringdi í hann (þökk sé tæknivæðingunni fyrir gemsa með innbyggðum símanúmerabirti) og það kom í ljós að hann er uppfinningamaður en ekki hálfviti.

Hann segir að það sé ekkert flókið að smíða rafeindabúnað, þetta sé bara föndur sem maður geti unnið við eldhússborðið heima hjá sér og að verkfærin og allt dót sem tilheyrir komist fyrir í einum pappakassa. Hann ætlar að koma við hjá mér á morgun og kenna mér það sem þarf til.

Komin með húsnæði

Ég hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi. Búin að vinna á staðum í 4 klukkutíma þegar kemur í ljós að eigandinn á íbúð sem hann þarf að leigja út í vetur. Jibbý! Ég er komin með húsnæði. Bara spurning hvort ég flyt inn 1. september eða ekki fyrr en 5. en leigan verður sanngjörn sagði hann, hvað sem það nú merkir. Glópalán? Eða tilviljun? Hef ekki guðmund um það, veit bara að það hentar mér ágætlega. Halda áfram að lesa

Tímavillti víkingurinn – Ný þáttaröð

Og svo kemur að því að maður verður annaðhvort að leggjast í þunglyndi eða rífa sig upp og gera eitthvað. Ég hringdi og bauð mig fram í kvöldvinnu á einhverju satanísku veitingahúsi, bara til að vera ekki ein á kvöldin. Nei ekki bara, líka til að fá greiðslumat, einhversstaðar verð ég að búa og það er alltaf vitlaust að gera á veitingahúsum. Þótt launin séu smánarleg verður maður einhvern andskotann að gera til að sýna hvítar tekjur.

Það vantaði að vísu ekkert í eldhús í bili en vildi ég taka að mér þrif á hótelherbergjum? Get alveg eins gert það eins og sitja hér og bora í nefið. Í versta falli vil ég það ekki og þá get ég bara hætt því.