Hringur?

Ég sakna húsasmiðsins svo mikið. Held að það lagist ekki fyrr en ég kynnist einhverjum. Horfi í kringum mig en ég fer ekkert nema í vinnuna og það eru engir karlmenn. Allavega ekki á lausu. Eða allavega enginn sem ég gæti hugsanlega orðið hrinfin af. Nema sá kynþokkafulli.

Ekki veit ég hvernig í fjandanum manninum tekst að vera alltaf með hendurnar þannig að þær sjást ekki. Ekki svo að skilja að enginn hringur segi neitt en ef ég sæi hring gæti ég þó allavega útilokað hann strax ef ég sæi hring. Það virðist bara eitthvað svo dónalegt að glápa stíft á hendurnar á fólki.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina