Framandlegt

Merkilegt hvað tungumálið hljómar framandlega þegar maður reynir að kanna öðrum það. Orðin hljóma ekki eins og íslenska nema í samhengi. Peysa t.d. hvers konar orð er það eiginlega? Prófið að segja peysa nokkrum sinnum í röð. Það hljómar afkáralega.

Ég hef gaman af Pólverjunum. Þeir þrífast á hrósi, sérstaklega Lúkas (veit ekki hvernig nafnið hans er stafsett á pólsku.) Reyndar þrífst flest fólk á hrósi. (Nema ég. Á mig duga ekkert annað en beinharðir peningar.) Fyrsta íslenska orðið sem ég kenndi Lúkasi var tuska. Ég býst við að það nýtist honum vel. Og Bósi (eða hvað sem hann heitir) er það krúttlegasta í heimi þegar hann kemur hlaupandi; Halló Eva, I finish ryksúga, do you want me to take off lak now?

Hamingjan fer ekki troðnar slóðir þegar hún þarf að hjálpa til. Ég hef alltaf ætlað að verða þjóðskáld þegar ég er orðin stór. En að leiðin að því marki lægi svona fáránlega nálægt mér, því hefði mig ekki órað fyrir. En nú veit ég ekki bara að ég mun komast á þá slóð sem ég ætla mér, ég veit líka hvernig. Ég veit ekki hvenær en það er allt í lagi. Það skýrist á næstu 3 vikum.

Þetta eru fáránlega góðir dagar í ljósi þess að ég vakna kl 4:30 og andskotast við vinnu þar til mig svíður upp að hnjám. Það eina sem mig vantar sárlega er nettenging. Helvítis hellingur af peningum kæmi auðvitað í góðar þarfir líka. Það kemur. Bráðum.