Undur og stórmerki

Undur og stórmerki hafa gerst; Kynþokkaknippið talaði við mig af fyrra bragði. Ég tók ekki séns á því að fiska eftir því hvort hann eigi kerlingu. Þegar allt kemur til alls hef ég ekki guðmund um hvort hann er yfirhöfuð skemmtilegur svo það er best að gefa honum engar hugmyndir.

Hann sagði svosem ekki mikið þannig lagað en þó pínulítið meira en góðan dag. Kannski er hann félagsfælinn. Hann lítur reyndar ekki út fyrir að vera sú týpa. Lítur eiginlega heldur ekki út fyrir að vera laumualki en hvað veit maður svosem um annað fólk. Kannski er hann bara feiminn. Það væri svolítið sætt. Og færi honum vel því hann er einmitt svolítið sætur. Ekki kannski forkunnarfagur en hann er sexý mannhelvítið og djöfull skal ég veðja að hann á konu.

Best er að deila með því að afrita slóðina