Verð

Líkamslykt loðir við rúmföt. Undarlegt hvað sængin mín er gegnsýrð af líkamsilmi Húsasmiðsins, þegar allt kom til alls svaf hann áreiðanlega aldrei undir henni. Samt er þetta ekki bara mín lykt heldur lyktin af okkur báðum. Eða er þetta kannski bara mín eigin lykt? Lykta ég þá eins og tvö? Eða lykta ég bara eins og hann? Halda áfram að lesa

Þessi fallegi dagur

Á leiðinni upp í Heiðmörk handfjatlaði ég hálsmenið sem Húsasmiðurinn gaf mér. Það er Davíðsstjarna.
-Tákn hinna landlausu, sagði hann þá og ég sagði það ekki en ég hugsaði að líklega væri hún frekar tákn þeirra landleysingja sem hröktu annað fólk frá heimilinum sínum, gerðu það að Landleysingjum sem hröktust frá eigin landi og misstu allt að ástvinum sínum meðtöldum. Halda áfram að lesa

Eigum við ekki bara að vera vinir?

-Hef bara svo lítið að gefa, sagði hann og stakk upp á fjarbúð eða vináttu. Eftir 8 mánaða sambúð.

Ég sagði honum að hann yrði sjálfur að pakka saman dótinu mínu þegar hann vildi losna við það, það yrði svo sótt, því ég kæmi ekki hingað aftur og ætlaði aldrei að sjá hann framar. Ég kom samt. Vantaði fáeina hluti og sá að bíllinn hans var ekki hér svo ég fór inn. Halda áfram að lesa

Húsið

Maðurinn er eins og húsið hans segir Húsasmiðurinn.

Til að hægt væri að koma reiðu á risið þurfi að opna það upp á gátt, rífa gluggann úr og bera ruslið út og almennilegt stöff inn. Og nauðsynlegt að gera þetta allt saman með opnum huga. Næst voru brotnir veggir á miðhæðinni, hjarta hússins. Svo þurfti að moka gömlum skít út úr kjallaranum. Halda áfram að lesa

Hæ hó jibbýjei

Vörður laganna er loksins búinn að vígja hátíðabúninginn. Hann tók þriðjudaginn í að máta gallann, prófa flautuna og ákveða nákvæma staðsetningu húfunnar með hallamáli og gráðuboga. Generalprufan var í gær en þá æfði hann sig í að marsera yfir eldhússgólfið með húfu, flautu og allt galleríið. Hann er orðinn svo þjálfaður í Gestapósvipnum að ég hugsa að hann vinni keppnina „Bjartasta von sérsveitarinnar“ sem Björn Bjarnason mun auglýsa á næstunni. Halda áfram að lesa

Ég og Dalai Lama álítum

Samkvæmt þessu prófi er ég á svipuðu róli í pólitík og Dalai Lama!

Þessi niðurstaða segir nú reyndar meira um áreiðanleik svona prófa en stjórnmálaskoðanir mínar. Enginn sem þekkir mig myndi flokka mig sem friðelskandi hrísgrjónaætu. Þvert á móti er mín trúarjátning, hvort sem er í pólitík eða einkalífinu á þessa leið: Halda áfram að lesa

Heiðurgerð

Til eru ýmis lýsingarorð sem hafa mætti um litina og litasamsetninguna á íbúðinni sem ég bý í en „smekklegt“ er ekki eitt þeirra. Nú þegar Hollendingurinn fljúgandi er fluttur inn með allt sitt antik og fínerí er engu líkara en að frystihússgrænu veggirnir í eldhúsinu æpi á ljósa málningu. Ástarhreiðrið er málað í nærbuxnableikum lit og skakkur veggfóðursborði með afarljótum myndum af telpum í balletkjólum, hangir c.a. 15 -20 cm frá lofti. Ég hef hvergi annarsstaðar séð þessa staðsetningu á veggfóðursborða og hún kemur vægast sagt illa út. Halda áfram að lesa

Leikskáldið byrjað á nýju verki

Leikskáldið byrjað á nýju verki og vill fá mig í söngtextana. Síðasta stykki er ennþá í skoðun, mikinn óratíma tekur alltaf að skoða hlutina. Umrætt leikskáld er aukinheldur stigið á svið og leikur á móti manninum sem átti ekki tíkall. Jahérna hvað heimurinn er lítill. Segist sjálfur gera margt betur en að leika en ég trúi því varla að maður með aðra eins frásagnargáfu sé nokkuð minna er ágætur á sviði.