Þegar orðið framhjáhald er nefnt er kynlíf utan sambands eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann. Þó er til fólk sem telur ekki neikvætt að deila maka sínum með öðrum. Bjarni og Sara eru á fimmtugsaldri og eiga að baki 16 ára hjónaband. Þau fluttust frá Íslandi fyrir 5 árum og á nýja staðnum kynntust þau því sem kallað er “swing”, það er að segja, þau hafa makaskipti og taka þátt í hópmökum. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Hildur Lilliendahl og hatrið á netinu
Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því.
Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Halda áfram að lesa
Þegar mamma man ekki hverjum hún hefur sofið hjá – um réttarstöðu rangfeðraðra og ófeðraðra barna
Samkvæmt íslenskum lögum á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Það er að vísu ekki einfalt að framfylgja þeim lögum ef foreldrið vill ekkert með barnið hafa en barnið ætti þó, samkvæmt anda laganna, í það minnsta að fá að vita hverjir foreldrarnir eru. Ættleidd börn eiga lagalegan rétt á að fá upplýsingar um kynforeldra sína þegar þau ná 18 ára aldri en kjörforeldrum ber auk þess að upplýsa þau um að þau séu ættleidd, helst ekki síðar en um 6 ára aldur. Halda áfram að lesa
Kynbundið
Hér er verið að tala um hegðun sem við getum sannarlega kallað „kynbundið ofbeldi“. Skipulagt ofbeldi sem beinist gegn konum vegna þess að þær eru konur og sem bein viðbrögð við kröfu um að sjálfsögð réttindi þeirra séu virt.
Það er ekki „kynbundið ofbeldi“ þótt gaur á dekkjaverkstæði taki ekki eftir konu sem hímir þegjandi upp við vegg.
Persónuleikapróf. Ertu feministi?
Viðtal við barnsföður Hjördísar Svan
Forræðismál Hjördísar Svan hefur verið áberandi í opinberri umræðu síðustu þrjú árin. Þeir sem fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum standa frammi fyrir óþægilegri þversögn. Við höfum ekki nógu miklar upplýsingar frá báðum hliðum til þess að mynda okkur upplýsta skoðun en um leið er erfitt að komast hjá því að mynda sér skoðun, einkum þegar við sjáum myndir af grátandi börnum og lýsingar móður og barna á ofbeldi og kúgun. Halda áfram að lesa
Orðsending til íslenskra kvenna
Eignarhaldið á píkunni
Íslenskan á mikinn fjölda gegnsærra orða. Þar á meðal orðin „lýtaaðgerð“ og „fegrunaraðgerð“. Yfirleitt hafa lýtaaðgerðir þann tilgang sem orðið lýsir; að laga það sem talið er lýti. Halda áfram að lesa
Lögmaður vill öfuga sönnunarbyrði
Ekkert smá hressandi að vita af starfandi lögmanni sem vill snúa sönnunarbyrðinni í sakamálum við. Það býður upp á stórkostleg tækifæri til að sakfella menn án sönnunargagna. Halda áfram að lesa
Kæra Anna Marsý
Fyrir tveimur árum hugsaði ég nákvæmlega það sama og þú, að það væri þörf fyrir karlréttindahreyfingu á Íslandi. Og karlréttindahreyfingar eru reyndar til amk í Bandaríkjunum og Kanada. Halda áfram að lesa