Nei, það er enginn að úthýsa mér
Ég er á ferðalagi með stopulan aðgang að lélegri nettengingu og sá ekki fyrstu útgáfuna af þessari frétt. Sá fréttina reyndar ekkert fyrr en í dag en svo virðist sem pistill minn um ritskoðunarkröfur hafi valdið misskilningi. Halda áfram að lesa
Ritskoðunarkröfur
Af og til verð ég alveg ofboðslega leið á feminisma. Svo gerist eitthvað sem verður til þess að ég finn mig knúna til að leggja orð í belg. Um þetta leyti í fyrra sauð upp úr hjá mér þegar einhver taldi mig á að líta á óvenju vonda umfjöllun á Knúzinu. Halda áfram að lesa
Fjórtán einkenni femínisma
Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það skiptir í sjálfu sér litlu hversu margir og misjafnir þeir eru. Það sem skiptir máli er það hvaða viðhorf heyrast og hafa áhrif. Halda áfram að lesa
Á hvaða leið eru Píratar?
Ég kaus Píratapartýið í síðustu Alþingiskosningum. Ég þekkti grunnstefnu Pírata og treysti frambjóðendum – og ég greiddi þeim atkvæði mitt án þess að lesa stefnuskrána gaumgæfilega. Halda áfram að lesa
Loksins, loksins!
Ég hef gagnrýnt feminista harðlega á síðustu árum. Ég hef gagnrýnt hugmyndafræðina en rauði þráðurinn í henni er sú skoðun, að skýra megi nánast öll vandamál samfélagsins í ljósi þess að karlar sem hópur vilji kúga konur. Ég hef líka gagnrýnt baráttuaðferðirnar sem einkennast annarsvegar af gölluðum rannsóknaraðferðum og rangtúlkun gagna og hinsvegar af ofstækisfullum árásum á þá sem ekki eru sammála feministum. Halda áfram að lesa
Hildarleikur
Orðið Hildarleikur á einkar vel við þá umræðu sem fer fram á netinu einmitt núna. Kona sem hefur staðið í langvinnu stríði við hvern þann karl sem kemur illa fram við konur eða tiltekna konu, er komin í sjálfheldu. Kona sem hefur krafist fortakslausrar iðrunar af hálfu þeirra sem hafa brotið eitthvað af sér og dæmt allar sjálfsréttlætingar harkalega, gefur skýringar sem sumir efast um að hún tæki gildar sjálf. Þetta er áhugavert. Átakanlegt líka. Halda áfram að lesa
Ekki ein af strákunum heldur stelpan í hópnum
Soffía Anna Sveinsdóttir tók stúdentspróf af félagsvísindabraut. Ekki af því að hún hefði sérstakan áhuga á félagsgreinum, heldur af því að hún átti erfitt með stærðfræði. Að loknu stúdentsprófi bjuggust vinir hennar og vandamenn við að hún færi í íslenskunám. Það kom því flestum á óvart þegar hún hóf þess í stað nám í pípulögnum. Halda áfram að lesa
Fiðrildapíkan
Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers konar skordýrs.
Jólasaga úr feðraveldisríki
Í dag var lítill drengur jarðsunginn í Álaborg. Hann hét Rasmus og lét lífið þann 16. desember sl. Hann var fjögurra ára. Foreldrar hans höfðu staðið í umgengnisdeilu. Halda áfram að lesa