Ég hef gagnrýnt feminista harðlega á síðustu árum. Ég hef gagnrýnt hugmyndafræðina en rauði þráðurinn í henni er sú skoðun, að skýra megi nánast öll vandamál samfélagsins í ljósi þess að karlar sem hópur vilji kúga konur. Ég hef líka gagnrýnt baráttuaðferðirnar sem einkennast annarsvegar af gölluðum rannsóknaraðferðum og rangtúlkun gagna og hinsvegar af ofstækisfullum árásum á þá sem ekki eru sammála feministum. Halda áfram að lesa