Deit

Ég veit eiginlega ekki af hverju ég var svona stressuð en ég var komin með munnþurrk um 5 leytið og farin að skjálfa í hnjánum kl 6. Ekki var það djúpstæður höfnunarkvíði eða óviðráðnleg eftirvænting. Frekar eins og frammistöðukvíði. Þetta stress var einkum flippað fyrir það að ég hafði reiknað með því að hann vildi ekkert við mig tala en svo þegar ég fékk það sem ég vildi -og allt á tárhreinu, fannst mér einhvernveginn eins og ég væri til sýnis fyrir hann en ekki hann fyrir mig. Halda áfram að lesa

Maðurinn sem vildi að dóttir sín yrði Íslandsmeistari

Einu sinni fyrir mörgum árum var ég næstum búin að eignast kunningja sem hét Indriði (hann hét reyndar ekki Indriði en það nafn lýsir honum miklu betur en hans eigið nafn svo ég nota það bara). Indriði var frekar klikkaður eins og flestir sem ég kynntist á þessum tíma bara ponkulítið of galinn til að ég vildi gera hann að almennilegum kunningja. Halda áfram að lesa

Náin kynni

Maður nokkur telur að náin kynni gætu leitt til þess að hann yrði ástfanginn af mér. Reyndar er það nú mín reynsla að þeir menn sem verða ástfangnir af mér eru undantekningalaust menn sem ég hef EKKI boðið upp á líkamlegt samneyti og mig rennir í grun að þarna séu einhver orsakatengsl. Þeir eru svo miklir veiðimenn í sér, þessar elskur. Eiginlega er hinn dæmigerði karlmaður einn eilífðar veiðimaður með titrandi tár. Halda áfram að lesa

Uppeldi

Í kjölfar Kastljóssþáttar á dögunum hefur ný og árangursrík uppeldisaðferð verið í hávegum höfð á mínu heimili.

Ég skal bara láta þig vita það gæskur að ef þú sýnir ekki bróður þínum fyllstu kurteisi/ tekur til í herberginu þínu eigi síðar en í hvelli/ lætur af þessari geðillsku þegar í stað, þá skal ég að mér heilli og lifandi setjast niður með þér og ræða við þig um endaþarmsmök!

Þetta skítvirkar. Gargandi snilld.

Að vilja ekki festast

Ég veit að mörgum finnst það óskynsamlegt að vilja ekki binda sig í vinnu á einum stað. Það er heldur ekkert gallalaust. Það merkir að stundum verður maður bara vessgú að taka því sem býðst þá stundina og maður getur ekkert alltaf reiknað með góðum launum. Verður líka svolítið flóknara ef maður er á föstu, þeir hafa svo mikla öryggisþörf þessar elskur. Halda áfram að lesa

Meiri vinna vííí!

Það eru ekki örlög mín að verða atvinnulaus. Að vísu lítið að gera í textavinnu þessa dagana en frá og með deginum í dag tek ég við bókhaldi fyrirtækisins. Ég kann að vísu ekkert á bókhald en þar sem ég þekki ótrúlegustu fífl sem kunna að reikna út laun og skila virðisaukaskatti hlýt ég að geta þetta (eins og allt annað sem ég tek mér fyrir hendur). Halda áfram að lesa

Bissniss

Sonur minn bissnissmaðurinn er að plana mikið gróðabrask. Hann vil að við bregðum okkur til Kúbu og kaupum miklar birgðir af kúbönskum vindlum til að selja hér heima. Telur engar líkur á að tollurinn fari að skipta sér af því.

Getur verið að ást mín á hinum illa Mammóni sé arfgeng?

Þjóðbúningaþjófurinn -sápuópera í einum margendurteknum þætti

Móðir mín dramadrottningin er flestu fólki lunknari við að láta dröm endast árum og jafnvel áratugum saman. Þannig hefur t.d. sápuóperuþátturinn Þjóðbúningaþjófurinn enst henni til nánast samfelldrar geðbólgu allt frá því að hún amma mín dó, vorið 1998 og fram til dagsins í dag. Halda áfram að lesa

prrr

Maðurinn sem heldur að hann elski mig gerði enn eina tilraun til að vekja áhuga minn í gær. Ég sagði honum að ég væri búin að fá yfir mig nóg af því að leyfa mér að þykja vænt um eintök af þessari stórfurðulegu skepnu, karlmanninum, vegna þess stóra galla á tegundinni að verða yfir sig ástfanginn og detta svo skyndilega niður á jörðina aftur og slíta sambandinu án nokkurrar rökrænnar skýringar. Halda áfram að lesa

Bróðir minn Mafían

Bróðir minn Mafían er einkar siðprúður ungur maður. Einhverju sinni vaknaði hann við hliðina á konu sem hann hafði kynnst á öldurhúsi kvöldið áður. Stúlkan vaknaði áður en honum tækist að laumast fram úr, svona líka hamingjusöm og stakk upp á því að þau færu út í bakarí og keyptu rúnstykki. Bróðir minn Mafían pýrði á hana annað augað. Halda áfram að lesa

Perr

Páll pervert bauð mér í kaffi í sérlegri perrastíu sinni eftir vinnu í dag. Hann sýndi mér myndir af nýju, fínu höllinni sinni en sýndi enga tilburði til að perra mig. Og ég sem fór í perradeild Húsasmiðjunnar og fjárfesti í nýjum hundataumbandsfestingum. Grey ég. Hann er líklega að verða gamall. Nema konan hans sé búin að hýða úr honum allar pervasjónir. Halda áfram að lesa