Meiri vinna vííí!

Það eru ekki örlög mín að verða atvinnulaus. Að vísu lítið að gera í textavinnu þessa dagana en frá og með deginum í dag tek ég við bókhaldi fyrirtækisins. Ég kann að vísu ekkert á bókhald en þar sem ég þekki ótrúlegustu fífl sem kunna að reikna út laun og skila virðisaukaskatti hlýt ég að geta þetta (eins og allt annað sem ég tek mér fyrir hendur). Ekki svo að skilja að mér finnist starfið spennandi en lífshamingjan stendur á 4 stoðum; góðri fjölskyldu, góðri heilsu, tækifæri til að sinna áhugamálum sínum og helvítis helling af peningum. The winner takes it all og þar sem minn verkþegi borgar bæði vel og tímanlega er ég alveg tilbúin til að leggja á mig þó nokkur leiðindi.

Ennþá 2 orð óráðin í krossgátunni og ég er svo pirruð að ég get ekki hugsað um neitt annað, ekki einu sinni karlmenn. Gott á mig! Ég hugsa hvort sem er meira um karlmenn en þeir eiga skilið.

Best er að deila með því að afrita slóðina