https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/241770851150
https://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/til-hamingju-með-jólin/215459493659/
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/241770851150
https://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/til-hamingju-með-jólin/215459493659/
Komst að því í dag hversvegna er skynsamlegt að loka kettina frammi í þvottahúsi á meðan maður býr til rjómarönd. Ég hefði sko þurft að gera það áður en ég byrjaði að þeyta rjómann. Um leið og ég náði annarri til að henda henni fram, var hin komin upp á borð. Samvinnuóþekkt semsagt. Halda áfram að lesa
Ég á kisu sem telur líklegt að panódil sé hið mesta hnossgæti, en var stöðvuð áður en henni tókst að smakka. Hún er ekkert skárri en ungbarn, er algengt að ungir kettir smakki á hreinlega öllu? Halda áfram að lesa
Skreytti jólatré og komst að því hversvegna nágrannarnir vildu endilega miða tímasetninguna við að Eva gæti verið með. Það er af því að enginn annar í götunni er nógu ungur til að klifra upp í stiga. Fékk kaffi og eplaskífur á eftir. Notalegt fólk.
Ekkert smá spennt yfir því að fá að leika nýja, rosalega velkomna í hverfið- nágrannann á morgun. Skreyta jólatré með hinu fólkinu í götunni (ég skal veðja að þau setja Dannebrog á toppinn) og svo eitthvað svona nágrannakaffi og taumlaus hverfishamingja.
Ég hef sofið óvært nokkuð lengi en held svei mér þá að ég sé búin að finna lausn. Ég fékk lánaða sæng sem er ætluð taugaveikluðu og órólegu fólki. Ég sá svona sæng fyrst á elliheimilinu hjá konu sem er mjög ör og óróleg en hefur sofið betur eftir að hún fékk sængina. Halda áfram að lesa
Getur verið að sé leynivinaleikur í gangi hjá löggunni á Akureyri? Undanfarið hafa komið mjög margar flettingar þaðan á þessa gömlu færslu. Langflestar flettingar frá tmd eru á færslur þar sem ég tjái mig um heilaþvottinn og hundsháttinn sem lögregluþjónar þurfa að undirgangast til að geta sinnt starfinu eins og til er ætlast svo þetta stingur dálítið í stúf. Halda áfram að lesa
Mér leiðist. Fæ þau skilaboð frá Fésverjum að ég eigi bara að galdra eitthvað jákvætt.
Galdur getur ekki gert neikvætt ástand jákvætt. Hinsvegar er hægt að horfa á neikvæða stöðu með jákvæðu hugarfari, þ.e.a.s. að finna út hvernig maður getur nýtt erfiðleikana þannig að niðurstaðan verði jákvæð eða glímt við þá á jákvæðan hátt. Þar geta galdrar vissulega hjálpað en fyrsta skrefið er nú bara að brúka það sem maður hefur á milli eyrnanna. Halda áfram að lesa
Vaknaði um miðja nótt og fann fyrir þér, líkamlega. Fann þig halda um úlnliði mína. Fann rólegan andardrátt þinn þétt við bakið á mér. Halda áfram að lesa
Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.
Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa
Kem til landsins í kvöld. Sé reyndar tæplega fram á að ljúka öllu sem ég þarf á þessum stutta tíma sem ég stoppa en hlýt að ná því nauðsynlegasta. Þeir sem hafa yndi af húsgagna- og kassaburði vinsamlegast gefi sig fram.
Bjartur reiknar með að verða fluttur út þegar ég kem heim aftur. Þetta hefur verið frekar þunn episóda í sumar en ég hef á tilfinningunni að nú dragi brátt til tíðinda. Hvort það er gott eða slæmt skal ósagt í bili.
Ástin hlífir þér við óþægilegu umræðuefni. sagði hann.
Ástin hefur hugrekki til að ræða það óþægilega aftur og aftur, þar til það hættir að vera óþægilegt, sagði hún. Halda áfram að lesa
Jæja. Það fer að styttast í Íslandsreisuna. Kem semsagt seinni part mánaðarins til að sækja búslóðina. Vildi helst sækja afkvæmin í leiðinni. Óþolandi að fólk skuli verða sjálfráða þegar mömmunar vita svona miklu betur hvað því er fyrir bestu. Hefði svosem einnig verið til í að sækja manninn sem ég elska en hann er því miður sjálfráða líka. Hugga mig við að hann á sennilega meira sameiginlegt með Bjarti en mér, þannig að ég yrði líklega þriðja hjól undir vagni hvort sem er. Halda áfram að lesa
-Hagkvæmt jú, ég býst við því en ég held nú samt að sambönd gangi ekki upp til lengdar nema fólk sé svolítið ástfangið, sagði hann.
-Nei, það er alveg rétt hjá þér að hagkvæmnissambönd ganga ekki upp til lengdar en ég sé nú ekki að þau gangi neitt frekar upp þótt maður sé ástfanginn. Ég er allavega nokkuð viss um að minn síðasti elskaði mig helling og ekki gekk það upp. Halda áfram að lesa
Nú eru þessar kerlingabeyglur hættar að bjóða fólkinu kvöldkaffi.
-Af því þau vilja það ekki, var skýringin sem ég fékk. Ég bauð nú samt upp á kvöldkaffi og undarlegt nokk þá afþakkaði það enginn nema ein kona sem vill kaffi stundum og stundum ekki. Hið rétta er nefnilega að þau biðja ekki um það að fyrra bragði og sumum liggur svo rosalega á að komast í pásu til að baknaga vinnufélagana, að þær mega bara ekkert vera að einhverjum snúningum sem hægt væri að komast hjá. Halda áfram að lesa
Ég settist að lengst úti í Suðurjóskum hundsrassi í þorpi sem heitir Býlabyggð og er í næsta nágrenni við Hullusveit í Beykiskógi. Ekki svo að skilja að ég sé haldin nostalgíu gagnvart smáþorpum, heldur er ég á hagkvæmnisflippi. Fékk semsé vinnu í þorpinu og þar sem ég vil helst komast hjá því að kaupa bíl, ákvað ég að finna húsnæði í Býlabyggð. Halda áfram að lesa
Piparkökuhúsið hefur staðið autt, hátt á annað ár. Það er í niðurníðslu og athafnasemi fyrri eigenda hefur ekki bætt það. Þau rifu m.a. niður burðarvegg, vindskeiðarnar snúa öfugt og einhver fúskari hefur átt við rafmagnið. Rétt hús á réttum stað en ég kann á málningarpensil og búið svo ef ég ætti að gera það upp yrði ég að vinna yfirvinnu upp á varanlega fýlu hjá kjeeellingunum. Nú eða giftast nokkrum iðnaðarmönnum, helst öllum í einu. Halda áfram að lesa
Þegar naggrísamamman dó, datt elskulegri systur minni í hug að kannski mætti bjarga krílunum með því að leggja þá á spena kisumömmu í staðinn. Ég var afskaplega efins þótt kisa léti sér bara vel líka, og ég átti satt að segja alveg eins von á að þeir yrðu veikir. Sá minnsti dó á öðrum degi en hinir tveir hafa þrifist vel. Halda áfram að lesa
Litla títa, mýrispýta, segðu mér frá duldinni þinni, bað hann.
Duldin já, ég reikna með að hún blundi í hverjum manni. Gæti játað á mig blygðunarblæti og Megasarduld en gallinn er sá hvorugt er sérlega vel dulið og verkar því ekki eins og tilfinningalegt viagra þótt ég klæmist á því. Halda áfram að lesa
Ég vinn á kjellingavinnustað. Við sem vinnum við aðhlynningu erum 12-15 á vakt daglega og á hverjum einasta degi tilkynnir einhver kjellinganna veikindaforföll. Skjólstæðingarnir sem flestir eru á aldrinum 85-95 ára, eru hinsvegar ekkert veikir. Reyndar hefur einn af þessum 26 verið nokkra daga í rúminu síðasta mánuðinn auk þess sem einn beinbotnaði. Halda áfram að lesa