Rof

Kem til landsins í kvöld. Sé reyndar tæplega fram á að ljúka öllu sem ég þarf á þessum stutta tíma sem ég stoppa en hlýt að ná því nauðsynlegasta. Þeir sem hafa yndi af húsgagna- og kassaburði vinsamlegast gefi sig fram.

Bjartur reiknar með að verða fluttur út þegar ég kem heim aftur. Þetta hefur verið frekar þunn episóda í sumar en ég hef á tilfinningunni að nú dragi brátt til tíðinda. Hvort það er gott eða slæmt skal ósagt í bili.

Best er að deila með því að afrita slóðina