Er á leiðinni

Jæja. Það fer að styttast í Íslandsreisuna. Kem semsagt seinni part mánaðarins til að sækja búslóðina. Vildi helst sækja afkvæmin í leiðinni. Óþolandi að fólk skuli verða sjálfráða þegar mömmunar vita svona miklu betur hvað því er fyrir bestu. Hefði svosem einnig verið til í að sækja manninn sem ég elska en hann er því miður sjálfráða líka. Hugga mig við að hann á sennilega meira sameiginlegt með Bjarti en mér, þannig að ég yrði líklega þriðja hjól undir vagni hvort sem er.

Togast á í mér tilhlökkun og kvíði. Hlakka til að sjá vini og vandamenn en annars líður mér bara illa af því að hugsa til lands og þjóðar. Einhvernveginn eins og að opna pappakassa með gömlum bréfum og ljósmyndum sem vekja manni meiri hryggð en gleði.

Og Helgi sálugi Hóseason. Æ, ég talaði svo oft um að efna til samstöðuaðgerðar en gerði það aldrei. Hversu oft hefur maður annars gert eitthvað sem skiptir máli?

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Er á leiðinni

  1. ——————–
    Þú hefur hundrað sinnum gert eitthvað sem skipti máli. Kannski jafnvel þúsund sinnum. Góða ferð heim.

    Posted by: Kristín | 12.09.2009 | 17:28:18

Lokað er á athugasemdir.