Eitt sem ég velti stundum fyrir mér, án þess að það skipti í sjálfu sér neinu máli:
-Ég held að flest pör stundi sitt samlíf oftar en ekki á kvöldin áður en þau sofna. (Ekki það að ég hafi verulega reynslu af því að tilheyra pari (allavega ekki pari sem stundar kynlíf neitt að ráði) en mér hefur sýnst þetta svona á sjónvarpsþáttum.)
-Þótt Íslendingar séu illa kristnir er samt fullt af fólki í veröldinni sem er mjög trúað og hefur fyrir venju að fara með kvöldbæn, eða jafnvel ræða svona kumpánlega við almættið um landsins gagn og nauðsynjar. (Ég hef lesið það í bók.) Halda áfram að lesa