Og hvað ég vildi að hann væri hér núna, drengurinn sem flytur fjöll.
Beetle of strife
you´re the scholar of life
the insect perspective is modest
and quite valuable
-Þú veist að ég kem alltaf til þín, eins og fjallið sem kom til Múhammeðs.
-Eh … fjallið kom ekki til Múhammeðs, svara ég og reyni að forðast kennaratóninn.
-Þá flyt ég fjallið til Múhammeðs, segir hann og heldur áfram að ryðja jarðveginn, hrúga upp heilu fjöllunum af frjósamri mold þótt hann viti vel að ég á ekkert til að planta.