Tölfræði

Mér finnst dálítið merkileg þessi kenning um einn af hverjum tíu.

Talsmenn flestra minnihlutahópa tala um að einn af hverjum tíu lendi í dittinn dattinn. Einn af hverjum tíu er samkynhneigður, einn af hverjum tíu verður fyrir einelti í skóla, einn af hverjum tíu er með sértæka námsörðugleika (hversu margir ætli séu með „samtæka“ námserfiðleika?) Einn af hverjum tíu er afburðagreindur, einn af hverjum tíu er alki o.s.frv.

Stundum eru hlutföllin kannski einn af hverjum 20 eða einn af hverjum 5 en að meðaltali má reikna með að einn af hverjum tíu skeri sig úr.

Í hópi 10 félaga er semsé einn alki, einn hommi, einn bjáni, einn nörd, einn lesblindur, einn geðveikur, einn sem lendir í einelti, einn glæpon og einn gjaldþrota. Eftir er bara einn sem getur talist meðalmaður.

Það vill svo skemmtilega til að þessi eini er ég.
Það er semsé tölfræðileg staðreynd að ég er að jafnaði töluvert meðaltalslegri en meðalmaðurinn.

Best er að deila með því að afrita slóðina