Osturinn fundinn – Ný þáttaröð

Spúnkhildur fann ostinn minn! Jess!

Húsnæðið hentar fullkomlega og Listamaðurinn bauð af sér góðan þokka. Fyrir mína parta var það steinslípunarvélin sem gerði útslagið. Tákn frá góðvættum goðheima um að okkur væri beinlínis ætlað að kynnast þessum manni og nota húsið hans.
Fáum afhent annað kvöld og þar með er einni af stærstu hindrununum rutt úr vegi.

Nú þarf ég bara að græja slatta af peningum, vinna eins og geðsjúklingur, galdra eins og vindurinn og þar með er ostagerðin komin á koppinn.
Launkofinn opnar 1. ágúst.

Best er að deila með því að afrita slóðina