Er brundfyllisgremja fyndin?

faintÉg held að það hafi verið í janúar sem einhver ahugasemd á fb varð til þess að ég fór að ræða staðalmynd feministans við vin minn. Þetta var ekkert á grófleikaskala Gillzeneggers en einhver sem fannst tiltekin kona sem kennir sig við feminisma ekki nógu skapgóð, sagði eitthvað í þá veruna að þessar mussukerlingar fengju greinilega ekki nóg heima.

Halda áfram að lesa

Það nauðgar enginn konu að gamni sínu

Forsíðufrétt gærdagsins vakti mér óhug en þó fyrst og fremst hryggð.

Harmleikur, örvænting, neyð, voru fyrstu orðin sem komu upp í hugann. Þrátt fyrir hryllinginn fann ég til samúðar með stúlkunni. Ég ímyndaði mér að hún hlyti að vera búin að ganga í gegnum miklar þjáningar og að hún væri á einhvern hátt fórnarlamb aðstæðna fyrst hún gat gert sig seka um slíkt voðaverk. Það kom illa við mig að sjá upphrópanir á borð við grimmd, kvikindi, útlendingur. M.a.s. orðið barnamorðingihljómaði á einhvern hátt yfirgengilegt enda þótt þarna hafi barn vissulega verið myrt. Halda áfram að lesa

Nauðgunarkærur sem tekjulind?

hammer-311342_640

Það er náttúrulega ekkert í lagi að hafa mök við 13 ára barn. Það er heldur ekkert í lagi að bjóða drukknum börnum í partý. Og jú það er hægt að ætlast til þess að fólk spyrji um aldur áður en það drífur sig í kynsvall með unglingum. En er þetta mál bara svo einfalt að strákurinn (varla vaxinn upp úr barnaskónum sjálfur) hafi sýnt gáleysi? Voru kannski fleiri sem sýndu gáleysi? Halda áfram að lesa

Af ýkjum feminista

ykjur

Fyrirsögnin á þessum pistli er röng. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að flestir feministar ýki neitt meira en gengur og gerist. Ég ákvað að nota þessa yfirskrift vegna þess að ég vil að sem flestir sem hafa áhuga á áhrifum kynferðis á það hvernig lífið leikur okkur, lesi hann og velti fyrir sér muninum á því sem talið er að rannsóknir sýni og því sem þær sýna raunverulega. Halda áfram að lesa

Kvenhetjur í barnaefni – hafa fjölmiðlar áhrif?

disney

Fjölmiðar móta okkur. Hljóta að gera það. Fyrirtæki myndu ekki verja skrilljón trilljónum í auglýsingar ef þær skiluðu ekki hagnaði. Við sjáum líka áhrif kvikmynda og annarra miðla á það hvaða vörur ná vinsældum. Disney þetta Disney hitt, bleikt með glimmer fyrir stelpur og eitthvað öllu töffaðra fyrir stráka. Halda áfram að lesa

Ekki kjósa konur á þing

Arrested_Suffragette

Arrested_Suffragette Ætli mamma hennar hafi staðið með henni?

Kynjakvóta á Alþingi. Einmitt það sem okkur vantar. Flíka fleiri brosandi konum og ljúga því að sjálfum okkur að hlutfall kvenna í stjórnkerfinu og öðrum spillingarbælum eigi eitthvað skylt við jafnrétti.

Kaldhæðni er fyrsta orðið sem kemur upp í huga minn þegar ég sé yfirlýsta feminista styðja þetta rugl. Ástæðan fyrir því að við höfum náð svo langt í jafnréttismálum stendur nefnilega í ekki í neinu tilviki í sambandi við hlutfall kvenna á Alþingi eða í stjórnunarstöðum. Það voru feminiskir aktivistar sem komu okkur þangað sem við erum í dag, fólkið sem barðist gegn þessu kerfi sem fólk í ímyndaðri jafnréttisbaráttu styður og styrkir.

Halda áfram að lesa