Fórnarlambsfemínisminn gengur fram af mér

helga vala

Þessi málflutningur er með ólíkindum.

Konur í fangelsum hljóta að vera verr staddar en karlar í fangelsum, vegna þess að þær koma síðar inn!Halló! Konur fara ekki illa út úr lífinu vegna þess að þær komist upp með afbrot án þess að vera refsað. Þetta er að öllum líkindum öfugt samband. Þær koma inn í fangelsi, vegna þess að þær eru svo illa á sig komnar að jafnvel feðraveldinu, sem annars reynir nú pínulítið að vernda konur, ofbýður framferði þeirra. Ekkert bendir til að þær hinar sömu konur hefðu snúið af þessari braut þótt þeim hefði verið refsað fyrr og ef sama hlutfall afbrotakarla og afbrotakvenna fengi á sig refsidóma, þá væri sennilega ekkert lægra hlutfall karlkyns fanga illa á sig komnir.

Ekkert, nákvæmlega ekkert bendir til þess að fangavist sé mannbætandi og sennilega veit Helga Vala það vel. Tilgangurinn með svona málflutningi er fyrst og fremst sá að styrkja þá fáránlegu hugmynd að allar venjur samfélagsins séu konum í óhag. Að lífið sé konum alltaf erfiðara en körlum. Hugmyndin er þessi: Jafnvel þegar mismunin er konum í hag, er það óréttlátt gagnvart þeim. Konan er alltaf þolandinn allsstaðar.

Meðalkonan nýtur nú þegar þeirra frábæru réttinda að þurfa ekki að eyða nema um 30 klst á viku í samskipt við börnin sín og vera álitin afæta og undirlægja ef hún nýtir sér tekjur mannsins síns til að ala börnin sín upp sjálf. Vonandi uppræta feministar líka þetta óréttlæti sem viðgengst gagnvart kynsystrum þeirra í réttarkerfinu. Vonandi munu þær sjá til þess að sem flestar konur verði, eins og Helga Vala orðar það ‘teknar alvarlega sem glæpamenn’ (enda er það náttúrulega í þeim tilgangi sem fólk gerist burðardýr) og njóti þeirrar dásamlegu betrunarvistar sem íslenska fangelsismálakerfið býður forréttindakörlum.

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Fórnarlambsfemínisminn gengur fram af mér

 1. —————-

  Já, þetta er með ólíkindum. Hvítflibbaglæpamenn mæta sömuleiðis misskilinni mannúð í réttarkerfinu. Þeir eru hin raunverulegu fórnarlömb kerfisins.

  Posted by: Elín Sigurðardóttir | 27.06.2011 | 12:58:56

  —————-

  Hallar á konur?

  Mér hefur stundum dottið í hug að eftir að konur fengu sama lagalegan rétt og við karlarnir hafi þær verið skynsamari að því leyti að þær hafi í meira mæli nýtt frelsi sitt til að njóta raunverulegra lífsgæða eins og að rækta vináttu, lesa bækur og taka þátt í félags og menningarlífi meðan karlræflarnir hafa kvalið sig með eftirsókn eftir yfirvinnu, peningum og fánýtum vegtyllum.

  Karlar lifa að jafnaði skemur, lenda fremur í fangelsi, verða fyrir fleiri alvarlegum vinnuslysum, njóta menningar í minna mæli, ljúka síður löngu námi, vinna meiri yfirvinnu.

  Staða karla á vinnumarkaði eru vissulega betri að sumu leyti, en bara að sumu leyti: Árið 2009 var t.d. (skv. vef Hagstofu) 8,8% atvinnuleysi meðal karla en 7,1% meðal kvenna og 5,2% karla með tekjur undir helmingi af meðaltekjum en 4,8% kvenna?

  Posted by: Atli | 28.06.2011 | 11:19:13

  —————-

  Takk fyrir ábendinguna Elín. Ég hef ekki hugsað út í það fyrr hvað það er misskilin mannúð gagnvart hvítflibbum að láta þá fara á mis við betrunarvist og hvað sú þöggun sem felst í því að taka þá ekki alvarlega sem glæpamenn er í raun alvarlegt mál. Takk fyrir að vekja athygli mína á þessu, ég er að hugsa um að helga mig baráttunni fyrir réttindum hvítflibbabófa.

  Posted by: Eva | 28.06.2011 | 11:24:57

  —————-

  Atli ég held að það halli á bæði kynin.

  Við búum í heimshluta þar sem mikið hefur áunnist en lagaleg réttindi eru ekki allt. Karlremba er ótrúlega lúmskt fyrirbæri sem ég verð svo sannarlega vör við.

  Hinsvegar finnst mér það ekki góð leið til að bæta heiminn að útmála helming mannkynsins sem skúrka og hinn helminginn sem fórnarlömb. Það er bara fullt af vandamálum í heiminum sem eru bundin við karlmenn en sumir feministar snúa því alltaf einhvern veginn við og komast að þeirri niðurstöðu að vandamál karla afhjúpi fyrst og fremst erfiðleika kvenna.

  Posted by: Eva | 28.06.2011 | 11:29:36

  —————-

  Tengt þessu er notkun orðsins „klámvæðing“ sem er iðulega notað um konur á þann veg að það að þær klæði sig í stutt pils, liti á sér hárið og/eða fari í fegrunaraðgerðir þýði að þær séu óvitandi fórnarlömb karlaveldisins, klámvæddar og fullkomlega bjargarlausar um nokkuð í lífi þeirra. Femínistar eyðileggja fyrir sér og kynsystrum sínum með því að nota þetta orð á þann hátt sem það er oftast notað.

  Posted by: Kári Emil Helgason | 1.07.2011 | 11:00:59

Lokað er á athugasemdir.