Ekki kjósa konur á þing

Arrested_Suffragette

Arrested_Suffragette Ætli mamma hennar hafi staðið með henni?

Kynjakvóta á Alþingi. Einmitt það sem okkur vantar. Flíka fleiri brosandi konum og ljúga því að sjálfum okkur að hlutfall kvenna í stjórnkerfinu og öðrum spillingarbælum eigi eitthvað skylt við jafnrétti.

Kaldhæðni er fyrsta orðið sem kemur upp í huga minn þegar ég sé yfirlýsta feminista styðja þetta rugl. Ástæðan fyrir því að við höfum náð svo langt í jafnréttismálum stendur nefnilega í ekki í neinu tilviki í sambandi við hlutfall kvenna á Alþingi eða í stjórnunarstöðum. Það voru feminiskir aktivistar sem komu okkur þangað sem við erum í dag, fólkið sem barðist gegn þessu kerfi sem fólk í ímyndaðri jafnréttisbaráttu styður og styrkir.

Halda áfram að lesa