Hefndarráð

Frá því að við opnuðum Nornabúðina hef ég ítrekað verið beðin um góða uppskrift af hefndargaldri gegn drullusokkum. Vissulega eru slíkir galdrar til og sjálfsagt að beita þeim ef ástæða er til. T.d. getur hefndargaldur verið hentugur ef viðkomandi kann ekki að skammast sín, þarf sennilega marga mánuði eða ár af ógæfu til að læra það og maður vill ekki eyða orku sinni í að terrorisera hann um lengri tíma. Í slíku tilviki er gott að beita galdri svo maður geti haldið áfram að lifa sínu eigin lífi í vissu um að hann sjái um að refsa sér sjálfur. Halda áfram að lesa

Galdrar virka

Frétti að Húsasmiðurinn væri búinn að ná sér í konu. Ljóta konu og lifaða er mér sagt. Það gleður mig ákaflega mikið.

Ég þarf endilega að fara að losa karlgreyið við bækurnar mínar sem ég hef enn ekki druslast til að sækja. Það er ekki sanngjarnt að nota bókahillur á heimilum annarra í meira en ár. Svo hef ég líka á tilfinningunni að heitkonan eigi rykfallnar Bing&Gröndal styttur sem myndu gjörsamlega rústa samræminu í stofunni hjá honum.

Ég vona að hún eigi kött og þyki heimilislegt að hafa hann upp í rúmi.

Ófyrirsjáanlegt vandamál

Sem spákonur miklar vorum við búnar að sjá fyrir ýmis vandamál. Það hafði þó ekki hvarflað að okkur að skuldafælurnar myndu seljast upp strax á öðrum degi. Að vísu erum við ákaflega hamingjusamar yfir því „vandamáli“ en í augnablikinu veit ég ekki alveg hvernig ég á að búa til tíma til að sinna bókhaldi Uppfinningamannsins og öðrum verkefnum sem ég hef tekið að mér. Halda áfram að lesa

Galdur

Ég held að gæfugaldurinn sem ég framdi á ákveðnum ungum manni fyrir ca 7 mánuðum hafi haft tilætluð áhrif. Allavega lítur áran hans ekki lengur út eins og hann sé að veslast upp innan frá og hann er þegar búinn að taka tvö af þeim þremur örlagaríku skrefum sem þarf til að hann nái þeim árangri að lifa sæmilega innihaldsríku lífi. Mér sýnist hann vera tilbúinn í það þriðja. Verst hvað trúin þvælist fyrir honum. Eins og reyndar flestum. Halda áfram að lesa

Ástargaldur

Ljúflingurinn sem elskar mig er svosem ágætis maður, af karlmanni að vera, en gallinn er sá að hann á konu sem er þokkalega heil á geðsmunum, af konu að vera. Mér finnst gaman að vera elskuð en hef stagast á því síðasta árið að ég kæri mig ekki um að verða hjákona hans. Það þykir honum leiðinlegt. Allavega sýndi hann gífurlegan áhuga á því að hafa mig sem frillu alveg þar til í síðustu viku. Halda áfram að lesa

Særingar

Í gær fór ég til læknis sem tjáði mér að þar sem ég væri haldin ógeðspestinni virus diabolus (sem útleggst á íslensku „djöfulleg veirusýking“ eða „víruð djöflapest“) væri ekkert hægt að gera í málinu nema gúlla í mig íbúfeni og parkódíni, halda mig undir sæng fram að helgi, jafnvel framyfir helgi ef parkófenið dygði ekki til og láta „einhvern“ stjana við mig. Ég skyldi svo hafa samband á mánudaginn ef ég yrði ekkert skárri. Mæess, einhvern, þekkið þið „einhvern“ sem hefur ekki nóg að gera við að vinna fyrir jólavísunni og stjana við sitt eigið slekti? Halda áfram að lesa