Af biturð Jónínu Ben

Ég hef lítið notað blogger til að tjá mig um fréttir. Sé yfirleitt ekki tilganginn með því þar sem nóg af öðru fólki segir allt sem ég vildi sagt hafa um það sem á annað borð vekur áhuga minn.

Hvað Baugsmálið varðar þá hef ég ekki einu sinni myndað mér skoðun á því.

Eitt samt sem tengist því; þessar vangaveltur um biturð Jónínu Benediktsdóttur. Auðvitað er konan bitur, það leynir sér nú ekkert. Og hefur sjálfsagt fullan rétt á því. Ég sé bara ekki alveg hvernig það á að bæta málstað Baugsmanna. Er fólk endilega ótrúverðugra ef það er biturt? Auðvitað ætti umræðan ekki að snúast um tilfinningaástand Jónínu heldur það hvort hennar saga á erindi við yfirvöld og/eða almenning og ef svo er, hvort hún lýgur eða segir satt.

Ef þið þekkið Jónínu persónulega megið þið skila til hennar að í Nornabúðinni fáist forljót fígúra sem nefnist Angaldós og henti henni sennilega afskaplega vel.

Best er að deila með því að afrita slóðina