Galdrar virka

Frétti að Húsasmiðurinn væri búinn að ná sér í konu. Ljóta konu og lifaða er mér sagt. Það gleður mig ákaflega mikið.

Ég þarf endilega að fara að losa karlgreyið við bækurnar mínar sem ég hef enn ekki druslast til að sækja. Það er ekki sanngjarnt að nota bókahillur á heimilum annarra í meira en ár. Svo hef ég líka á tilfinningunni að heitkonan eigi rykfallnar Bing&Gröndal styttur sem myndu gjörsamlega rústa samræminu í stofunni hjá honum.

Ég vona að hún eigi kött og þyki heimilislegt að hafa hann upp í rúmi.

Best er að deila með því að afrita slóðina