Ný klukka – skrýtnir hlutir sem ég fíla og fíla ekki

Nesk skoraði á mig að segja frá einhverjum 5 atriðum sem ég er hrifin af þótt flestir aðrir séu það ekki og öfugt. Mér skilst að þetta sé eitthvað út frá klukkleiknum. Þar sem sápuópera tilveru minnar er þessa dagana of dramatísk til að teljast birtingarhæf (eins og svo oft áður) ætla ég að taka áskoruninni.

1 Tær

Jódís segist hafa megna óbeit á tám. Það finnst mér flippað. Ég hef ekki heyrt marga lýsa sérstöku dálæti á tám en ég er hrifin af þeim.

Vel lagaðar, hreinar tær með snyrtilegum vel klipptum nöglum eru krúttlegar. Ég hef m.a.s. nuddað fætur og klippt táneglur þeirra manna sem mér hefur þótt vænst um af því að mér finnst svo fallegt þegar elskendur gera eitthvað svoleiðis fyrir hvert annað.

2 Lítil typpi

Auðvitað ekki öll lítil typpi og ég er ekkert að segja að ég gæti ekki alveg sætt mig við stórt ef það hengi framan á manni sem væri að öðru leyti fullkominn en já… Hvað hefur mennsk kona svosem að gera við einhvern hrossagöndul?

3 Ástþór Magnússon

Ég er ekki alltaf sammála honum en hann býr yfir hreint ótrúlegri þrautseigju sem ég get ekki annað en dáðst að. Hann fylgir sannfæringu sinni eftir af fullri einurð og það væri óskandi að fleiri gerðu það. Mér fannst dásamlegt svar hjá honum að taka myndir inn um gluggann hjá Illuga Jökuls þegar DV skítseiðin voru að bögga hann.

4 Gunnar í Krossinum

Kristnir menn eru upp til hópa hinir mestu hræsnarar. Pikka út úr biblíunni örfá atriði sem þeir fíla, gefa skít í restina og halda því samt fram að fólk sem tekur biblíuna alvarlega sé bara að misskilja eitthvað. Mér finnst öllu virðingarverðara fólk sem viðurkennir bara að biblían fordæmi hommastand og viðurkenni yfirráð karlsins yfir konunni. Heiðarleg fífl eru mun geðslegri en hræsnarar sem sveigja túlkunina að eigin hentugleikum. Auk þess er Gunnar fanta góður ræðumaður og oft fyndinn.

5 Kóngulær

Þær halda flugum og fleiri pöddum sem lifa á sorpi og öðru ógeði í skefjum. Þær spinna vefi sem eru dásamleg listaverk og svo eru margar þeirra fallegar. Auk þess étur kerlinginn karlinn þegar hún hefur ekki meira gagn af honum og það finnst mér dáldið töff.

Og svo nokkur atriði sem ég fíla ekki þótt margir aðrir séu húkkt

1 Reykingar

Mér hafa aldrei þótt reykingar kúl. Ég er ekki bara viðkvæm fyrir reykingum heldur finnst mér þær viðbjóðslegar, líka þótt þær hafi ekki áhrif á mig. Einu sinni vann ég á elliheimili. Þar var mjög geðveikur maður sem át sinn eigin saur hvenær sem hann kom því við. Það hafði engin áhrif mitt heilsufar þótt hann gæddi sér á kúk en mér fannst það samt subbulegt. Ég hef sömu afstöðu til reykinga.

2  Áfengisvíma

Mér líður vel af einu rauðvínisglasi en get talið á fingrunum þau skipti sem ég hef orðið drukkin og tel það fullreynt. Fyrir utan það hvað ég verð víðáttu leiðinleg, þá finnst mér ógeðsleg tilfinning að missa stjórn á aðstæðum og svo finnst mér ég vera með bómull í hausnum. Fyrir utan tímasóunina, vesenið við að komast heim og ljótuna daginn eftir.

3   Slúður um fólk sem kemur mér ekki við

Skil ekki hvernig nokkur getur haft áhuga á því hvort einhver poppstjarna er ólétt, skilin eða brókarlaus. Hef óbeit á rógburði en góðlátlegt slúður um sameiginlega vini vekur stundum áhuga minn.

Ef ég heyri semi-ljóta sögu af einhverjum sem mér finnst eiga illt skilið getur mér alveg þótt það gott á hann en það þarf lítið til að gleðja mig í þeim efnum. Mér finnst t.d. gott á fífl ef þau skandalisera á fylliríi eða eignast tengdamömmu sem er vottur Jehóva, en mér finnst ekki gott á neinn að fótbrotna eða lenda í ástarsorg.

4   G-strengur

G-strengir eru nærbuxur Satans. Ég hef einu sinni haldið út hálfan dag í g-streng og mér leið eins og ég væri með rófu. Voru það ekki líka halanegrar sem fundu upp g-strenginn?

5 Eyrnasleikjur

Hvað er að fólki sem vill sleikja eyru annarra? Er það bragðið af eyrnamergnum sem heillar? Varla eru það áhrifin á eyrnasleikjuþolanda sem þeir sækjast eftir. Mér finnst karlmaður sem reynir að slefa upp í eyrun á mér helst líkjast másandi hundi og missi umsvifalaust áhuga á frekari samskiptum við hann.

Best er að deila með því að afrita slóðina