Ég held að reyklaust djamm passi mér mun betur en það sem ég hef áður reynt en verð samt að játa á mig ákveðnar efasemdir. Af hverju ekki djamm að degi til með zero hávaða, zero ofuölvun og zero biðröðum? Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: 6. hluti … og ég sé það fyrst á rykinu
Sögusmettan
Bókin sem Ámann spyr um heitir Sesselja Síðstakkur. Ég man ekki eftir neinu öðru úr þeirri bók, veit ekki hver höfundur er eða einu sinni hvort hún er íslensk eða þýdd úr öðru máli.
Þetta hlýtur að vera mjög eftirminnileg málsgrein. Og sönn.
Já en er þetta ekki ólöglegt?
Stefán og drengirnir hans fóru með mér á matar og menningarkvöldið hjá félaginu Ísland-Palestína í gær. Halda áfram að lesa
Ég læt sem ég sofi
Ligg vakandi og gæti þess að hreyfa mig varlega. Heyri samt á andardrætti þínum að líklega ert þú vakandi líka. Halda áfram að lesa
Undir niðri
-Ég verð að játa að þú hefur góðan smekk, sagði ég en stillti mig um að stynja, því það er ekki til siðs að leyfa nautn sinni háværa útrás á hamborgarastað í hádeginu.
-Gráðostur virkar, sagði hann. Það fáránlega er að hann heitir „Gleymmérei“ á matseðlinum. Eins og nokkur gæti gleymt slíkum hamborgara. Halda áfram að lesa
Sápa dagsins
Í morgun sofnaði ég aftur. Mætti seint í ræktina og lauk ekki einu sinni æfingunni þar sem mér varð það á að falla í faðm svitastokkins lögregluþjóns.
Ekki hefði mig grunað það, þegar ég réð hann, fimmtán ára að aldri, til að gæta drengjanna minna, að síðar fengi hann vinnu við að handataka þá (þ.e.a.s. Byltinguna. Pysjan hefur ekki verið handtekinn ennþá.) Þeir voru nánast eins og bræður og þótt handtökur séu í eðli sínu fremur hvimleiðar, ríkir ákveðinn skilningur á báða bóga.
Það kemur mér ekki sérlega á óvart að Vörður laganna býr í Mávahlíðinni. Ég er einmitt að flytja þangað í ágúst.
Fimm ára planið
Eiginkona Ojmingjans hefur góða ástæðu til að óttast heilaga reiði mína.
Ég held hinsvegar að sálfræðingurinn minn sé miklu hræddari við mig en hún.
Snúðug
Fréttablaðið hafði samband við mig í gær til að kanna hvort ég væri búin að fá mannskap í verkefnið.
Ég sendi inn nýlega mynd, samkvæmt ósk blaðamanns en annaðhvort hefur honum ekkert litist á hana eða hann hefur verið að flýta sér of mikið til að bíða eftir tölvupóstinum. Allavega byrjaði ég daginn á hláturskasti því honum hefur tekist að grafa upp einhverja hroðalegustu mynd sem nokkurntíma hefur verið tekin af mér. Ég myndast ýmist eins og ég sé andsetin, gröð eða geðveik en á þessari mynd er ég BARA pirruð. Kjálkarnir samanbitnir og augnráðið eitthvað mitt á milli vandlætingar og reiði. Ef marka má hárið á mér hef ég líka verið nývöknuð þegar hún var tekin.
Ég verð að viðurkenna að þótt fegurð minni sé stórlega ábótavant á þessari mynd, hæfir hún tilefninu einkar vel. Ef ég hefði skrifað greinina hefði hún endað á orðunum … sagði nornin, heldur snúðiglega.
Alheimsorkan
Lærlingurinn hefur megna óbeit á öllum alþýðuskýringum á undarlegum fyrirbærum sem fela í sér Alheimsljós eða Alheimsorku. Maður getur næstum horft á grænu bólurnar spretta fram í hvert sinn sem hann heyrir hin fleygu orð „þetta er náttúrulega bara orka“.
-Orku-hvaða-kjaftæði! fnæsir hann, þegar rugludallurinn í útvarpinu lýkur máli sínu. Þetta er jafn óskiljanlegt og „andlegt“ og „hagvöxtur“ samanlagt.
Ég hefði ekki getað orðað það betur sjálf.
Endurheimt í nánd
Sonur minn Byltingin er kominn til landsins eftir 5 mánaða pílagrímsferð. Góðkunningar hans og hundurinn þeirra tóku á móti honum á Seyðisfirði í morgun en hann stoppaði víst stutt í heimsókn hjá þeim.
Hann reiknar með að koma til byggða þann 17. júní ásamt sinni heittelskuðu. Ég hlakka svo mikið til að sjá hann að mig langar mest að rjúka austur.
Fé
Lærlingurinn les í rúnir fyrir Dindilhosu:
Lærlingurinn: Og framtíðarrúnin er Fé. Það merkir að þótt þú hafir góðar tekjur í sumar verður þú að fara vel með þær. Þú átt ekki að eyða öllu, heldur finna leið til að láta peningana þína blómstra.
Dindilhosan: Hvernig blómstra peningar?
Lærlingurinn: Eins og kindur.
Reynsla mín af skeggi
Ég hef aldrei skilið þessa hrifningu kvenna á skeggjuðum körlum.
Ég hef kysst skeggjaðan mann. Mér þótti vænt um þann mann. Annars hefði ég heldur ekki kysst hann. Skegghárin á honum stungust upp í nefið á mér. Ég sagði honum að hormottan yrði að fjúka ef hann vildi fleiri kossa frá mér og hann varð hálfmóðgaður en lét þó undan.
Finnst konum í alvöru þægilegt að hafa eitthvað loðið framan í sér eða er fólk almennt ekkert sérstaklega mikið fyrir að kyssast?
Rómantík
-Þú ert fyrsta konan sem ég kynnist sem leggur ekkert upp úr rómantík, sagði hann. Ég fann að ég varð skrýtin á svipinn.
-Hvers vegna heldurðu að ég leggi ekkert upp úr rómantík, sagði ég eftir stutta þögn, kannski eilítið kuldalega og nú var það hann sem varð skrýtinn á svipinn.
-Ja, ég hef aldrei gert neitt fyrir þig sem getur talist rómantískt. Halda áfram að lesa
Fear of Flying
-Ertu andvaka?
-Kannski gerum við of mikið úr muninum á því að vera and-vaka og vak-andi.
-Klukkan er að ganga þrjú. Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst þú ert samræðuhæf á þessum tíma sólarhings.
-Það er ekkert að. Ég var bara að hugsa dálítið skrýtið. Halda áfram að lesa
Óviðkomandi bannaður aðgangur
Hvað gerir maður við fólk sem segir fjórtán ára dreng að hann tilheyri ekki fjölskyldu pabba síns? sagði konan, reið en yfirveguð. Halda áfram að lesa
Blessað barnalán
Jæja. Þá er Pysjan væntanlega kominn til Baunalands. Fór í loftið kl 7 en var byrjaður að reka á eftir mér kl 3 í nótt þótt allt væri tilbúið til brottfarar og bíllinn fullur af bensíni rétt fyrir utan. Hann ætlaði sko ekki að standa í röð í 2 tíma. Ég hef reyndar aldrei lent í óþolandi langri biðröð úti á Keflavíkurflugvelli en hann var búinn að klína þráhyggjunni á i-pod sem hann ætlaði að kaupa í fríhöfninni svo það var engu líkara en að við værum að flýja bæði snjóflóð og Gestapo. Halda áfram að lesa
Bjargvættur Bauna
Í fyrramálið heldur Pysjan til Danaveldis þar sem hann mun þreyta inntökupróf í sérlegan Bjargvættaskóla. Það er svosem ekki eins og ég sé neitt óvön því að hann sé að heiman mánuðum saman og reyndar var hann að vinna í Danmörku síðasta sumar. Samt finnst mér þetta eitthvað svo stórt skref. Líklega bara af því að ég hef ekki hugmynd um hvenær hann kemur aftur.
Aðskilnaðarstefnunni hefur verið aflétt
Í tilefni af því endaði ég bestu helgi sem af er árinu á því að drekka kapútsínó á þremur kaffihúsum sem mér hefur verið iðulega verið meinaður aðgangur að síðustu 6 árin. Ég hef að vísu ekki orðið fyrir því að neinn hafi beinlínis bent á mig og rekið mig út af veitingahúsi en oft hef ég hrakist út vegna reykeitrunar. Þeir dagar eru nú á enda runnir.
Ég átti hálfpartinn von á því að kaffihúsin væru hálftóm og að hvarvetna væru reykfíklar hímandi við anddyrin. Ég sá einn mann reykjandi fyrir utan veitingastað og þessir þrír sem ég fór inn á eru ekkert að fara á hausinn.
Lítið ljós
Uppáhaldsviðskiptavinurinn okkar í Nornabúðinni, hann Árni Beinteinn, var í Kastljósinu á föstudaginn.
Þessi strákur er þegar búinn að ná langt en auk þess að vera hæfileikaknippi þá er hann svo indæll og skemmtilegur að í raun ættu Félags- og Menntamálaráðuneytið að gera hann upptækan og ferðast með hann um landið sem sýnidæmi um afleiðingu af jákvæðu hugarfari og góðu uppeldi.
Sveitaferð
Vér nornir eyddum helginni í sveitasælunni hjá Hörpu.
-Sváfum mikið, drukkum meira og átum mest.
-Ég smurði á mig c.a. 2 lítrum að aðskiljanlegustu kremum og nú eru hendurnar á mér svo fínar að ég tími varla að skeina mig. Halda áfram að lesa