Lítið ljós

Uppáhaldsviðskiptavinurinn okkar í Nornabúðinni, hann Árni Beinteinn, var í Kastljósinu á föstudaginn.

Þessi strákur er þegar búinn að ná langt en auk þess að vera hæfileikaknippi þá er hann svo indæll og skemmtilegur að í raun ættu Félags- og Menntamálaráðuneytið að gera hann upptækan og ferðast með hann um landið sem sýnidæmi um afleiðingu af jákvæðu hugarfari og góðu uppeldi.

 

One thought on “Lítið ljós

  1. —————————-

    Vá, ég féll kylliflöt á nefið fyrir þessum strák – svona stráka á að fjölfalda og margfalda svo hægt sé að deila honum með sem flestum 🙂

    Posted by: Siggadís | 3.06.2007 | 20:20:56

    —————————-

    veistu siggadís – þessi strákur er til fjöl- og margfaldaður! hann er einn 6 systkina og þrjú þeirra eru með börnunum mínum í bekk – öll eldklár 🙂

    Posted by: inga hanna | 4.06.2007 | 8:34:50

    —————————-

    ertu að tala um strákinn sem ætlar að verða forseti?

    hann var ótrúlega flottur:)

    Posted by: baun | 4.06.2007 | 8:55:19

    —————————-

    Nei, hann Árni Beinteinn ætlar ekki að verða forseti heldur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann er ekkert minna en snillingur. Hefur verið leikhús- og kvikmyndagagnrýnandi hjá okkur í Vitanum og gagnrýnt yfir 20 sýningar.

    Posted by: Sigga | 7.06.2007 | 22:50:18

Lokað er á athugasemdir.