Aðskilnaðarstefnunni hefur verið aflétt

Í tilefni af því endaði ég bestu helgi sem af er árinu á því að drekka kapútsínó á þremur kaffihúsum sem mér hefur verið iðulega verið meinaður aðgangur að síðustu 6 árin. Ég hef að vísu ekki orðið fyrir því að neinn hafi beinlínis bent á mig og rekið mig út af veitingahúsi en oft hef ég hrakist út vegna reykeitrunar. Þeir dagar eru nú á enda runnir.

Ég átti hálfpartinn von á því að kaffihúsin væru hálftóm og að hvarvetna væru reykfíklar hímandi við anddyrin. Ég sá einn mann reykjandi fyrir utan veitingastað og þessir þrír sem ég fór inn á eru ekkert að fara á hausinn.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Aðskilnaðarstefnunni hefur verið aflétt

 1. ——————————————

  Ég samgleðst þér 🙂

  Posted by: einsidan | 4.06.2007 | 0:03:32

  —————————————-

  þetta er náttúrlega bara snilld 🙂

  Posted by: hildigunnur | 4.06.2007 | 10:15:46

Lokað er á athugasemdir.