Alheimsorkan

Lærlingurinn hefur megna óbeit á öllum alþýðuskýringum á undarlegum fyrirbærum sem fela í sér Alheimsljós eða Alheimsorku. Maður getur næstum horft á grænu bólurnar spretta fram í hvert sinn sem hann heyrir hin fleygu orð „þetta er náttúrulega bara orka“.

-Orku-hvaða-kjaftæði! fnæsir hann, þegar rugludallurinn í útvarpinu lýkur máli sínu. Þetta er jafn óskiljanlegt og „andlegt“ og „hagvöxtur“ samanlagt.

Ég hefði ekki getað orðað það betur sjálf.

Best er að deila með því að afrita slóðina